Detroit með bakið upp að vegg 29. maí 2006 18:55 Detroit verður að sigra í Miami í kvöld til að forðast að lenda undir 3-1 í einvíginu NordicPhotos/GettyImages Fjórði leikur Miami Heat og Detroit Pistons í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar fer fram í Miami í kvöld og verður sýndur beint á Sýn klukkan hálf eitt. Lið Detroit hefur verið skugginn af sjálfu sér í síðustu leikjum og ljóst er að liðið þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu í kvöld ef ekki á illa að fara. Fáir mótmæla því að Detroit var með besta lið deildarinnar í deildarkeppninni í vetur og þótti hinn nýráðni þjálfari Flip Saunders koma með ferska strauma inn í sóknarleik liðsins. Margir vildu meina að hungrað lið Detroit færi alla leið í úrslitakeppninni og yrði NBA meistari líkt og árið 2004, en í fyrra tapaði liðið fyrir San Antonio í oddaleik um titilinn. Leikur Pistons í úrslitakeppninni fram að þessu hefur hinsvegar valdið gríðarlegum vonbrigðum og menn skiptast nú á kenningum um það hverju um sé að kenna. Nærtækast þykir að kenna þjálfaranum Saunders um óstöðugan og lélegan leik liðsins, en þó Pistons sé komið í úrslit Austurdeildarinnar, er það langt frá því að vera viðunandi árangur á þeim bænum. Miðherjinn Ben Wallace vill t.d. meina að Saunders hafi ef til vill lagt of mikla áherslu á sóknarleikin að undanförnu. "Við höfum eytt mun meiri orku í sóknarleikinn á æfingum undanfarið og lið eiga það til að leggja meiri áherslu á atriði sem æfð eru sérstaklega þegar kemur í leikina," sagði Wallace, sem sest að samningaborðinu hjá Detroit í sumar og talið er að hann gæti skoðað þann möguleika að fara frá liðinu. Þá hefur leikur Chauncey Billups aldrei þessu vant ekki þótt mjög sannfærandi og menn leiða líkum að því að hann gangi ekki heill til skógar. Billups vill ekki meina að óöryggis sé farið að gæta í herbúðum liðsins. "Stundum er ég kannski ekki alltaf sammála þeim leikkerfum sem þjálfarinn leggur upp með hverju sinni, en þannig hefur þetta nú alltaf verið. Ég hef fulla trú á því sem við erum að reyna að gera sem lið og ég velti mér ekki upp úr því þó menn séu að skrifa að þessi fái ekki nógu mörg skot og hinn fái of mörg skot. Það heimtar enginn boltann sérstaklega í þessu liði og þannig hefur það aldrei verið," sagði Billups. Rasheed Wallace sneri sig illa á ökkla á dögunum og hefur alls ekki náð sér á strik síðan. Menn veittu því einnig athygli að hann tók ekki í útrétta höndina á Saunders þjálfara í eitt skiptið þegar hann var tekinn af velli og setti líka upp svip þegar þjálfarinn kallaði til hans skipanir inn á vellinum. "Það skiptir engu máli hvað mér finnst," sagði Wallace þegar hann var spurður. "Það eina sem skiptir máli er að við förum að spila sem lið inni á vellinum og náum okkur almennilega á strik í vörninni. Enginn leikmaður er stærri en liðið." Miami leiðir 2-1 í einvígi liðanna og fjórði leikurinn fer fram í Miami í kvöld eins og áður sagði. Það er því ljóst að heimamenn verða í mjög góðri aðstöðu til að komast í verulega góð mál í einvíginu með sigri, því þá þarf liðið aðeins einn sigur í síðustu þremur leikjunum til að tryggja sér farseðilinn í úrslitin í fyrsta skipti í sögu félagsins, sem kom inn í deildina árið 1988. Þessi lið mættust einnig í úrslitum Austurdeildarinnar í fyrra, en þar hafði Detroit betur 4-3 eftir að hafa lent undir 3-2. Það var ekki síst fyrir meiðsli þeirra Dwayne Wade og Shaquille O´Neal sem Detroit tókst að vinna sigur á útivelli í oddaleiknum í fyrra, en nú er allt annað uppi á teningnum og öll vötn virðast renna niður til Miami. Leikur kvöldsins verður því gríðarlega mikilvægur báðum liðum og sannkölluð veisla bíður áhorfendum Sýnar uppúr miðnættinu. Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Fjórði leikur Miami Heat og Detroit Pistons í úrslitaeinvígi Austurdeildarinnar fer fram í Miami í kvöld og verður sýndur beint á Sýn klukkan hálf eitt. Lið Detroit hefur verið skugginn af sjálfu sér í síðustu leikjum og ljóst er að liðið þarf virkilega að taka sig saman í andlitinu í kvöld ef ekki á illa að fara. Fáir mótmæla því að Detroit var með besta lið deildarinnar í deildarkeppninni í vetur og þótti hinn nýráðni þjálfari Flip Saunders koma með ferska strauma inn í sóknarleik liðsins. Margir vildu meina að hungrað lið Detroit færi alla leið í úrslitakeppninni og yrði NBA meistari líkt og árið 2004, en í fyrra tapaði liðið fyrir San Antonio í oddaleik um titilinn. Leikur Pistons í úrslitakeppninni fram að þessu hefur hinsvegar valdið gríðarlegum vonbrigðum og menn skiptast nú á kenningum um það hverju um sé að kenna. Nærtækast þykir að kenna þjálfaranum Saunders um óstöðugan og lélegan leik liðsins, en þó Pistons sé komið í úrslit Austurdeildarinnar, er það langt frá því að vera viðunandi árangur á þeim bænum. Miðherjinn Ben Wallace vill t.d. meina að Saunders hafi ef til vill lagt of mikla áherslu á sóknarleikin að undanförnu. "Við höfum eytt mun meiri orku í sóknarleikinn á æfingum undanfarið og lið eiga það til að leggja meiri áherslu á atriði sem æfð eru sérstaklega þegar kemur í leikina," sagði Wallace, sem sest að samningaborðinu hjá Detroit í sumar og talið er að hann gæti skoðað þann möguleika að fara frá liðinu. Þá hefur leikur Chauncey Billups aldrei þessu vant ekki þótt mjög sannfærandi og menn leiða líkum að því að hann gangi ekki heill til skógar. Billups vill ekki meina að óöryggis sé farið að gæta í herbúðum liðsins. "Stundum er ég kannski ekki alltaf sammála þeim leikkerfum sem þjálfarinn leggur upp með hverju sinni, en þannig hefur þetta nú alltaf verið. Ég hef fulla trú á því sem við erum að reyna að gera sem lið og ég velti mér ekki upp úr því þó menn séu að skrifa að þessi fái ekki nógu mörg skot og hinn fái of mörg skot. Það heimtar enginn boltann sérstaklega í þessu liði og þannig hefur það aldrei verið," sagði Billups. Rasheed Wallace sneri sig illa á ökkla á dögunum og hefur alls ekki náð sér á strik síðan. Menn veittu því einnig athygli að hann tók ekki í útrétta höndina á Saunders þjálfara í eitt skiptið þegar hann var tekinn af velli og setti líka upp svip þegar þjálfarinn kallaði til hans skipanir inn á vellinum. "Það skiptir engu máli hvað mér finnst," sagði Wallace þegar hann var spurður. "Það eina sem skiptir máli er að við förum að spila sem lið inni á vellinum og náum okkur almennilega á strik í vörninni. Enginn leikmaður er stærri en liðið." Miami leiðir 2-1 í einvígi liðanna og fjórði leikurinn fer fram í Miami í kvöld eins og áður sagði. Það er því ljóst að heimamenn verða í mjög góðri aðstöðu til að komast í verulega góð mál í einvíginu með sigri, því þá þarf liðið aðeins einn sigur í síðustu þremur leikjunum til að tryggja sér farseðilinn í úrslitin í fyrsta skipti í sögu félagsins, sem kom inn í deildina árið 1988. Þessi lið mættust einnig í úrslitum Austurdeildarinnar í fyrra, en þar hafði Detroit betur 4-3 eftir að hafa lent undir 3-2. Það var ekki síst fyrir meiðsli þeirra Dwayne Wade og Shaquille O´Neal sem Detroit tókst að vinna sigur á útivelli í oddaleiknum í fyrra, en nú er allt annað uppi á teningnum og öll vötn virðast renna niður til Miami. Leikur kvöldsins verður því gríðarlega mikilvægur báðum liðum og sannkölluð veisla bíður áhorfendum Sýnar uppúr miðnættinu.
Erlendar Íþróttir Körfubolti NBA Mest lesið Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Enski boltinn Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Körfubolti „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Handbolti Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Íslenski boltinn Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri Handbolti Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Körfubolti „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Handbolti Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Körfubolti Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira