Tólf ákærðir fyrir mótmæli við Kárahnjúka 13. október 2006 10:32 Búðir Íslandsvina undir Snæfelli í sumar. MYND/NFS Búið er að birta tólf þeirra sem mótmæltu við Kárahnjúkavirkjun í sumar ákærur fyrir að fara í óleyfi inn á virkjanasvæðið. Brot þeirra varða allt að eins árs fangelsi. Upphaflega átti að ákæra fimmtán einstaklinga. Ekki náðist í þrjá þeirra þar sem þeir voru farnir af landi brott og því var fallið frá ákærum á hendur þeim aðilum í bili. Eftir standa tólf en þar af eru þrír Íslendingar og var síðasta einstaklingum birt ákæra í dag. Um þrjú tilvik er að ræða þar sem mótmælendur fóru í óleyfi inn á virkjanasvæði við Kárahnjúkavirkjun í sumar. Fólkið lagðist meðal annars á vegi og stöðvaði umferð og vinnu á svæðinu. Fólkið neitaði síðan að fara þegar lögreglan hafði afskipti af þeim. Tvö tilvikanna urðu á vinnusvæði Suðurverks við Desjarárstíflu og eitt við Kárahnjúkastíflu. Brot fólksins varða meðal annars 231. grein hegningarlaga sem lúta að því að ryðjast inn á stað sem er fólki óheimill og varðar brotið allt að eins árs fangelsi. Fólkið er einnig ákært fyrir brot á 19. grein lögreglulaga um skyldu til að hlíða fyrirmælum sem lögreglan gefur til að halda uppi lögum og reglu á almannfæri. Allir sakborningarnir neita sök. Verktakafyrirtækin Suðurverk og Impregilo ætla að krefjast skaðabóta frá fólkinu en ekki er vitað hversu háar þær veða. Aðalmeðferð málsins hefst 26. október í Héraðsdómi Austurlands. Fréttir Innlent Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira
Búið er að birta tólf þeirra sem mótmæltu við Kárahnjúkavirkjun í sumar ákærur fyrir að fara í óleyfi inn á virkjanasvæðið. Brot þeirra varða allt að eins árs fangelsi. Upphaflega átti að ákæra fimmtán einstaklinga. Ekki náðist í þrjá þeirra þar sem þeir voru farnir af landi brott og því var fallið frá ákærum á hendur þeim aðilum í bili. Eftir standa tólf en þar af eru þrír Íslendingar og var síðasta einstaklingum birt ákæra í dag. Um þrjú tilvik er að ræða þar sem mótmælendur fóru í óleyfi inn á virkjanasvæði við Kárahnjúkavirkjun í sumar. Fólkið lagðist meðal annars á vegi og stöðvaði umferð og vinnu á svæðinu. Fólkið neitaði síðan að fara þegar lögreglan hafði afskipti af þeim. Tvö tilvikanna urðu á vinnusvæði Suðurverks við Desjarárstíflu og eitt við Kárahnjúkastíflu. Brot fólksins varða meðal annars 231. grein hegningarlaga sem lúta að því að ryðjast inn á stað sem er fólki óheimill og varðar brotið allt að eins árs fangelsi. Fólkið er einnig ákært fyrir brot á 19. grein lögreglulaga um skyldu til að hlíða fyrirmælum sem lögreglan gefur til að halda uppi lögum og reglu á almannfæri. Allir sakborningarnir neita sök. Verktakafyrirtækin Suðurverk og Impregilo ætla að krefjast skaðabóta frá fólkinu en ekki er vitað hversu háar þær veða. Aðalmeðferð málsins hefst 26. október í Héraðsdómi Austurlands.
Fréttir Innlent Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Fleiri fréttir Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Sjá meira