Eimskip kaupir helming í Innovate Holdings 27. mars 2006 14:10 MYND/Vilhelm Eimskip hefur fest kaup á helmingshlut í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings. Forstjóri Eimskips sér mikil tækifæri til frekari sóknar á sviði hitastýrðra flutninga með kaupunum og horfir meðal annars til viðskipta við félög eins og Bakkavör og Icelandic Group í Bretlandi, en þau félög eru einnig í eigu Íslendinga. Vöxtur Innovate hefur verið mikill undanfarin misseri og fyrirækið er eitt það stærsta í Bretlandi á sviði hitastýrðra flutninga. Hjá félaginu starfa um 1400 manns, það rekur 25 vörugeymslur á 11 stöðum á Bretlandseyjum og er með 635 flutningabíla og tengivagna í rekstri. Þá er geymslugeta félagsins 370 þúsund tonn sem er um fimmtíu sinnum miera geymslugeta Eimskips á Íslandi. Með kaupunum eykst velta Eimskips úr 30 milljörðum króna í um 45 milljarða eða um helming. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, segir að sú þekking sem sé innan Innovate verði notuð til frekari sóknar inn á markaði í Evrópu, en fyrr á árinu keypti Eimskip hollenskt fyrirtæki í sama geira. Með þessu verði Eimskip einn af stærstu rekstraraðilum í frystigeymslu og dreifingarþjónustu í Evrópu. Samhliða þessu sé Eimskip með 15 frystiskip í rekstri. Félagið sé því með vélbúnaðinn - frysti- og kæligeymslur, bíla og skip - og félagið telji sig einnig vera með hugbúnaðinn sem sé í mannauðinum. Íslendingar hafa látið mikið að sér kveða á Bretlandi síðustu misseri, þar á meðal í matvælageiranum. Baldur sér tækifæri fyrir Eimskip í því með kaupunum á Innovate. Hann segir að menn horfi á Icelandic Group, sem sé annað stærsta félagið í dreifingu á sjávarafurðum í Bretlandi, sem áhugaverðan viðskiptavin. Sama megi segja um Bakkavör og hann sjái tækifæri til að þróa saman þjónustu með þessum félögum. Með kaupunum á Innovate hafi Eimskip burði til að nálgast þessa aðila. Stjórnendur Innovate munu áfram starfa að félaginu en reiknað er með að Eimskip eignist allt félagið eftir tvö til þrjú ár. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira
Eimskip hefur fest kaup á helmingshlut í breska landflutningafyrirtækinu Innovate Holdings. Forstjóri Eimskips sér mikil tækifæri til frekari sóknar á sviði hitastýrðra flutninga með kaupunum og horfir meðal annars til viðskipta við félög eins og Bakkavör og Icelandic Group í Bretlandi, en þau félög eru einnig í eigu Íslendinga. Vöxtur Innovate hefur verið mikill undanfarin misseri og fyrirækið er eitt það stærsta í Bretlandi á sviði hitastýrðra flutninga. Hjá félaginu starfa um 1400 manns, það rekur 25 vörugeymslur á 11 stöðum á Bretlandseyjum og er með 635 flutningabíla og tengivagna í rekstri. Þá er geymslugeta félagsins 370 þúsund tonn sem er um fimmtíu sinnum miera geymslugeta Eimskips á Íslandi. Með kaupunum eykst velta Eimskips úr 30 milljörðum króna í um 45 milljarða eða um helming. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, segir að sú þekking sem sé innan Innovate verði notuð til frekari sóknar inn á markaði í Evrópu, en fyrr á árinu keypti Eimskip hollenskt fyrirtæki í sama geira. Með þessu verði Eimskip einn af stærstu rekstraraðilum í frystigeymslu og dreifingarþjónustu í Evrópu. Samhliða þessu sé Eimskip með 15 frystiskip í rekstri. Félagið sé því með vélbúnaðinn - frysti- og kæligeymslur, bíla og skip - og félagið telji sig einnig vera með hugbúnaðinn sem sé í mannauðinum. Íslendingar hafa látið mikið að sér kveða á Bretlandi síðustu misseri, þar á meðal í matvælageiranum. Baldur sér tækifæri fyrir Eimskip í því með kaupunum á Innovate. Hann segir að menn horfi á Icelandic Group, sem sé annað stærsta félagið í dreifingu á sjávarafurðum í Bretlandi, sem áhugaverðan viðskiptavin. Sama megi segja um Bakkavör og hann sjái tækifæri til að þróa saman þjónustu með þessum félögum. Með kaupunum á Innovate hafi Eimskip burði til að nálgast þessa aðila. Stjórnendur Innovate munu áfram starfa að félaginu en reiknað er með að Eimskip eignist allt félagið eftir tvö til þrjú ár.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Fleiri fréttir „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Sjá meira