Endurgreiðsla fasteignagjalda gæti talist kosningaráróður 25. maí 2006 18:52 Endurgreiðsla á hluta fasteignagjalda í Kópavogi og Mosfellsbæ nú rétt fyrir kosningar gæti talist óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll. Því halda Vinstri grænir í Kópavogi í það minnsta fram og í dag kærðu þeir endurgreiðslu bæjarins til yfirkjörstjórnar.Um miðjan maí bárust inn um lúgur fasteignaeigenda í Mosfellsbæ bréf þar sem segir að bæjarstjórnin hafi ákveðið að veita 15% afslátt af fasteignagjöldum ársins 2006. 'i bréfinu segir meðal annar: Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum og ósnortinni náttúru.. og .. Það er ósk mín og von að þú og þín fjölskylda munið áfram eiga hér ykkar sælureit.Tilvitnun lýkur. Undir bréfið ritar svo bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Ragnheiður Ríkharðsdóttir en hún er einnig oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Með bréfinu fylgir ávísun hluti fasteignagjaldanna er endurgreiddur, sem einnig er undirrituð af bæjarstjóranum.Í Kópavogi brugðu menn einnig á þetta ráð og sendu eigendum íbúa í fjölbýlishúsum bréf þar sem þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að veita afslátt af fasteignagjöldum á fjölbýli en í lok árs 2005 hafði bæjarstjórnin þar ákveðið að lækka fasteignagjöld og skiptist lækkunin í tvo flokka, einbýli og sérbýli. Fasteignagjöld á Einbýlishús lækkaði meira en á fjölbýli og segir í bréfinu að nú sé verið að leiðrétta þann mun enda hafi hann stangast á við lög. Leiðréttingin var samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 12. apríl síðast liðinn. Ávísanirnar ásamt bréfi bæjarstjórnar bárust síðan íbúum í þessari viku. Þykir mörgum skrýtið að bæjarstjórnin hafi ákveðið að bíða með að endurgreiða íbúunum þar til að aðeins vika er til kosninga.Þeir sérfræðingar sem fréttastofa talaði við segja að þessar aðgerðir í Kópavogi og í Mosfellsbæ orki mjög tvímælis og það jaðri við að um sé að ræða brot á 92. grein laga um sveitarstjórnarkosningar en þar segirÓleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll telst:a. að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði[...] að heita á mann fé eða fríðindum ef kosning fari svo eða svo, [...].Í dag sendu síðan vinstri grænir í Kópavogi yfirkjörstjórn bæjarinis erindi þar sem segir:"Þess er farið á leit að yfirkjörstjórn komi þegar saman [...] og stöðvi yfirstandandi kosningaspjöll í Kópavogi.Jón Atli Kristjánsson formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi kallaði stjórnina á fund eftir hádegi í dag þar sem erindi vinstri grænna var rætt. Í niðurstöðu fundarins segir:...ekki verður séð að óeðlilegur dráttur hafi verið á útsendingu greiðslunnar eftir að ákvörðun um hana var tekin í bæjarstjórn...og kemst yfirstjórnin því að þeirri niðurstöðu að endurgreiðslan brjóti ekki í bága við 92. grein laga um sveitarstjórnarkosningar. Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Sjá meira
Endurgreiðsla á hluta fasteignagjalda í Kópavogi og Mosfellsbæ nú rétt fyrir kosningar gæti talist óleyfilegur kosningaáróður eða kosningaspjöll. Því halda Vinstri grænir í Kópavogi í það minnsta fram og í dag kærðu þeir endurgreiðslu bæjarins til yfirkjörstjórnar.Um miðjan maí bárust inn um lúgur fasteignaeigenda í Mosfellsbæ bréf þar sem segir að bæjarstjórnin hafi ákveðið að veita 15% afslátt af fasteignagjöldum ársins 2006. 'i bréfinu segir meðal annar: Mosfellsbær er fallegur bær, umlukinn fellum og ósnortinni náttúru.. og .. Það er ósk mín og von að þú og þín fjölskylda munið áfram eiga hér ykkar sælureit.Tilvitnun lýkur. Undir bréfið ritar svo bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Ragnheiður Ríkharðsdóttir en hún er einnig oddviti sjálfstæðismanna í Mosfellsbæ. Með bréfinu fylgir ávísun hluti fasteignagjaldanna er endurgreiddur, sem einnig er undirrituð af bæjarstjóranum.Í Kópavogi brugðu menn einnig á þetta ráð og sendu eigendum íbúa í fjölbýlishúsum bréf þar sem þar sem fram kemur að ákveðið hafi verið að veita afslátt af fasteignagjöldum á fjölbýli en í lok árs 2005 hafði bæjarstjórnin þar ákveðið að lækka fasteignagjöld og skiptist lækkunin í tvo flokka, einbýli og sérbýli. Fasteignagjöld á Einbýlishús lækkaði meira en á fjölbýli og segir í bréfinu að nú sé verið að leiðrétta þann mun enda hafi hann stangast á við lög. Leiðréttingin var samþykkt á bæjarstjórnarfundi þann 12. apríl síðast liðinn. Ávísanirnar ásamt bréfi bæjarstjórnar bárust síðan íbúum í þessari viku. Þykir mörgum skrýtið að bæjarstjórnin hafi ákveðið að bíða með að endurgreiða íbúunum þar til að aðeins vika er til kosninga.Þeir sérfræðingar sem fréttastofa talaði við segja að þessar aðgerðir í Kópavogi og í Mosfellsbæ orki mjög tvímælis og það jaðri við að um sé að ræða brot á 92. grein laga um sveitarstjórnarkosningar en þar segirÓleyfilegur kosningaáróður og kosningaspjöll telst:a. að bera á mann fé eða fríðindi til að hafa áhrif á hvort hann greiðir atkvæði eða hvernig hann greiðir atkvæði[...] að heita á mann fé eða fríðindum ef kosning fari svo eða svo, [...].Í dag sendu síðan vinstri grænir í Kópavogi yfirkjörstjórn bæjarinis erindi þar sem segir:"Þess er farið á leit að yfirkjörstjórn komi þegar saman [...] og stöðvi yfirstandandi kosningaspjöll í Kópavogi.Jón Atli Kristjánsson formaður yfirkjörstjórnar í Kópavogi kallaði stjórnina á fund eftir hádegi í dag þar sem erindi vinstri grænna var rætt. Í niðurstöðu fundarins segir:...ekki verður séð að óeðlilegur dráttur hafi verið á útsendingu greiðslunnar eftir að ákvörðun um hana var tekin í bæjarstjórn...og kemst yfirstjórnin því að þeirri niðurstöðu að endurgreiðslan brjóti ekki í bága við 92. grein laga um sveitarstjórnarkosningar.
Fréttir Innlent Kosningar 2006 Mest lesið Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Innlent Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Erlent Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Erlent „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Erlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Fleiri fréttir Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Sjá meira