Missti íbúð vegna vanefnda Guðmundar í Byrginu 29. desember 2006 18:43 Kona á miðjum aldri missti íbúð sína og hraktist út á land eftir að Guðmundur og aðrir forráðamenn í Byrginu sviku út úr henni um tvær milljónir króna. Hún ætlar að kæra Guðmund fyrir vanefndir. Það var í febrúar 1999 sem sendiboði Guðmundar í Byrginu kom að máli við Aldísi Einarsdóttur, þá matráðskonu á leikskóla, um að taka lán upp á eina milljón króna fyrir Byrgið vegna uppbyggingar starfseminnar. Aldís samþykkti og tók lánið með veði í íbúðinni sinni. "Guðmundur kom mér heiðarlega fyrir sjónir og þetta var það sem ég hafði áhuga á, að taka þátt í að byggja upp fólk sem hefur orðið undir." Til að hafa vaðið fyrir neðan sig óskaði Aldís eftir yfirlýsingu frá Byrginu - sem Guðmundur Jónsson undirritar - þar sem því er lofað að afborganir verði greiddar skilvíslega - og verði vanskil hafi Aldís heimild til að senda það í innheimtu. Mánuði síðar var Aldís beðin um að skrifa upp á lán fyrir Byrgið - sú uppáskrift endaði með því að fjárnám var tekið í 3ja herbergja íbúð Aldísar í Engihjalla - sem skrifstofustjóri Byrgisins viðurkennir með yfirlýsingu að hafi verið tekið vegna skuldar sem stofnað var til vegna Byrgisins. "Guðmundur byrjaði að borga inn á fyrra lánið og gerði það fyrstu mánuðina," segir Aldís en eftir nokkra mánuði hættu greiðslur að berast. Aldís gekk ítrekað á eftir greiðslum og beið með það í heilt ár að hafa samband við lögmann til að fá skuldina innheimta. "Ég hringdi í Guðmund fram og aftur en hann var hættur að svara símanum þegar ég hringdi."Dögg Pálsdóttir lögmaður Aldísar skrifaði Árna Magnússyni þáverandi félagsmálaráðherra bréf í maí 2004 þar sem hún rekur samskipti Aldísar og Byrgisins og hefur það eftir Aldísi að það sé ábyrgðarhluti af hálfu hins opinbera að láta almannafé renna til Byrgisins á sama tíma og einstaklingar líði fyrir óábyrga fjármálastjórn. Ekki er að sjá að ráðuneytið hafi brugðist við þessari viðvörunarbjöllu, enda hefur Byrgið síðan fengið tugi milljóna í opinbera styrki, auk þess sem ríkið keypti húsnæði undir meðferðarheimilið.Alls voru það rúmar tvær milljónir sem Aldís þurfti að greiða vegna vanskila forráðamanna Byrgisins og urðu til þess að hún varð að selja ofan af sér og flytja út á land þar sem hún fékk ódýrara húsnæði. Fréttir Innlent Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira
Kona á miðjum aldri missti íbúð sína og hraktist út á land eftir að Guðmundur og aðrir forráðamenn í Byrginu sviku út úr henni um tvær milljónir króna. Hún ætlar að kæra Guðmund fyrir vanefndir. Það var í febrúar 1999 sem sendiboði Guðmundar í Byrginu kom að máli við Aldísi Einarsdóttur, þá matráðskonu á leikskóla, um að taka lán upp á eina milljón króna fyrir Byrgið vegna uppbyggingar starfseminnar. Aldís samþykkti og tók lánið með veði í íbúðinni sinni. "Guðmundur kom mér heiðarlega fyrir sjónir og þetta var það sem ég hafði áhuga á, að taka þátt í að byggja upp fólk sem hefur orðið undir." Til að hafa vaðið fyrir neðan sig óskaði Aldís eftir yfirlýsingu frá Byrginu - sem Guðmundur Jónsson undirritar - þar sem því er lofað að afborganir verði greiddar skilvíslega - og verði vanskil hafi Aldís heimild til að senda það í innheimtu. Mánuði síðar var Aldís beðin um að skrifa upp á lán fyrir Byrgið - sú uppáskrift endaði með því að fjárnám var tekið í 3ja herbergja íbúð Aldísar í Engihjalla - sem skrifstofustjóri Byrgisins viðurkennir með yfirlýsingu að hafi verið tekið vegna skuldar sem stofnað var til vegna Byrgisins. "Guðmundur byrjaði að borga inn á fyrra lánið og gerði það fyrstu mánuðina," segir Aldís en eftir nokkra mánuði hættu greiðslur að berast. Aldís gekk ítrekað á eftir greiðslum og beið með það í heilt ár að hafa samband við lögmann til að fá skuldina innheimta. "Ég hringdi í Guðmund fram og aftur en hann var hættur að svara símanum þegar ég hringdi."Dögg Pálsdóttir lögmaður Aldísar skrifaði Árna Magnússyni þáverandi félagsmálaráðherra bréf í maí 2004 þar sem hún rekur samskipti Aldísar og Byrgisins og hefur það eftir Aldísi að það sé ábyrgðarhluti af hálfu hins opinbera að láta almannafé renna til Byrgisins á sama tíma og einstaklingar líði fyrir óábyrga fjármálastjórn. Ekki er að sjá að ráðuneytið hafi brugðist við þessari viðvörunarbjöllu, enda hefur Byrgið síðan fengið tugi milljóna í opinbera styrki, auk þess sem ríkið keypti húsnæði undir meðferðarheimilið.Alls voru það rúmar tvær milljónir sem Aldís þurfti að greiða vegna vanskila forráðamanna Byrgisins og urðu til þess að hún varð að selja ofan af sér og flytja út á land þar sem hún fékk ódýrara húsnæði.
Fréttir Innlent Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Erlent Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Innlent Fleiri fréttir Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Sjá meira