Samið um tolla við Evrópusambandið 17. nóvember 2006 03:30 Íslensk stjórnvöld vilja ná nýjum samningi við Evrópusambandið um aukið frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Markmiðið er að tollar á íslenskar landbúnaðarafurðir verði lækkaðir samhliða tollalækkun á landbúnaðarvörur frá ESB hér á landi 1. mars samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra greindi frá upphafi viðræðnanna á Alþingi í gær. Hún kveðst vongóð um að jákvæð niðurstaða fáist. „Þetta er stórt mál en við erum bjartsýn á að góður árangur geti náðst. Íslenskar landbúnaðarvörur eiga fullt erindi á Evrópumarkað enda gæði þeirra mikil,“ segir Valgerður. Nokkuð er síðan samkomulag var gert við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur og átti það að taka gildi um áramót. Í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar til lækkunar matvælaverðs og tollalækkana því samfara vildu stjórnvöld fresta gildistökunni og hefja nýjar viðræður. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til lækkunar matarverðs var kveðið á um að tollar myndu lækka um allt að fjörutíu prósent. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður málið rætt á vinnufundi í Brussel undir lok mánaðarins. Vonast er til að hægt verði að undirrita nýtt samkomulag í Reykjavík fyrir árslok. Embættismenn utanríkis- og landbúnaðarráðuneytisins, auk íslenskra embættismanna í Brussel, skipa íslensku samninganefndina. Samkomulagið, sem taka átti gildi um áramót, náði til viðskipta með landbúnaðarvörur, aðrar en unnar afurðir, og var gert á grundvelli EES-samningsins. Ekki liggur fyrir hvort í viðræðunum nú verði lögð áhersla á að auka enn þær ívilnanir sem kveðið er á um í eldra samkomulagi eða hvort nýir vöruflokkar bætist við. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir að vilji stjórnvalda standi til að fá tollfrjálsan ostkvóta en skyr flokkast til osta. Með því gæfist færi á að flytja skyrdrykki tollfrjálst til Evrópusambandsríkjanna. Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Íslensk stjórnvöld vilja ná nýjum samningi við Evrópusambandið um aukið frjálsræði í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Markmiðið er að tollar á íslenskar landbúnaðarafurðir verði lækkaðir samhliða tollalækkun á landbúnaðarvörur frá ESB hér á landi 1. mars samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra greindi frá upphafi viðræðnanna á Alþingi í gær. Hún kveðst vongóð um að jákvæð niðurstaða fáist. „Þetta er stórt mál en við erum bjartsýn á að góður árangur geti náðst. Íslenskar landbúnaðarvörur eiga fullt erindi á Evrópumarkað enda gæði þeirra mikil,“ segir Valgerður. Nokkuð er síðan samkomulag var gert við Evrópusambandið um viðskipti með landbúnaðarvörur og átti það að taka gildi um áramót. Í kjölfar aðgerða ríkisstjórnarinnar til lækkunar matvælaverðs og tollalækkana því samfara vildu stjórnvöld fresta gildistökunni og hefja nýjar viðræður. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aðgerðir til lækkunar matarverðs var kveðið á um að tollar myndu lækka um allt að fjörutíu prósent. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins verður málið rætt á vinnufundi í Brussel undir lok mánaðarins. Vonast er til að hægt verði að undirrita nýtt samkomulag í Reykjavík fyrir árslok. Embættismenn utanríkis- og landbúnaðarráðuneytisins, auk íslenskra embættismanna í Brussel, skipa íslensku samninganefndina. Samkomulagið, sem taka átti gildi um áramót, náði til viðskipta með landbúnaðarvörur, aðrar en unnar afurðir, og var gert á grundvelli EES-samningsins. Ekki liggur fyrir hvort í viðræðunum nú verði lögð áhersla á að auka enn þær ívilnanir sem kveðið er á um í eldra samkomulagi eða hvort nýir vöruflokkar bætist við. Fréttablaðið hefur þó heimildir fyrir að vilji stjórnvalda standi til að fá tollfrjálsan ostkvóta en skyr flokkast til osta. Með því gæfist færi á að flytja skyrdrykki tollfrjálst til Evrópusambandsríkjanna.
Innlent Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira