Þriðja strok fanga frá því í sumar 17. nóvember 2006 02:45 Ívar Smári Guðmundsson Strokufanginn mætti aftur í fangelsið í gær. MYND/e.ól Ívar Smári Guðmundsson, sem strauk frá fangavörðum í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, skilaði sér sjálfur á Litla-Hraun í gærmorgun eftir að hafa hringt og gert boð á undan sér. Ívar hefur afplánað um þrjá mánuði af tuttugu mánaða fangelsisdómi fyrir fíkniefnabrot og á jafnvel von á frekari dómum vegna annarra brota sem nú eru í dómskerfinu. Ekki var ljóst í gær hvað Ívar aðhafðist þá tæpu tvo sólarhringa sem hann lék lausum hala. Strokið mun að líkindum reynast Ívari dýrkeypt. Viðurlög eru tímabundin einangrunarvist auk þess sem dagsleyfi í framtíðinni eru í hættu. Sama gildir um möguleikann á að komast á áfangaheimili og á því að fá reynslulausn. Þess utan vekja svona uppátæki gremju meðal samfanga. Að sögn Erlendar Baldurssonar hjá Fangelsismálastofnun hafa slík strok aðeins verið fimm á síðustu sex árum. Það sé ekki mikið miðað við að iðulega þurfi að fylgja tuttugu föngum á dag út fyrir fangelsið í ýmsum erindagjörðum. Áhyggjur veki hins vegar að strokið nú sé það þriðja frá því í sumar. Þá hafi einn fangi stungið sér út um glugga hjá lækni og annar sleit sig lausan á leið til tannlæknis. Þeir skiluðu sér báðir sjálfir skjótt aftur. „Það er eðlilegt að þetta verði skoðað. Sá sem gerir svona hlut er að mínu viti alltaf varasamur,“ segir Erlendur. Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Sjá meira
Ívar Smári Guðmundsson, sem strauk frá fangavörðum í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, skilaði sér sjálfur á Litla-Hraun í gærmorgun eftir að hafa hringt og gert boð á undan sér. Ívar hefur afplánað um þrjá mánuði af tuttugu mánaða fangelsisdómi fyrir fíkniefnabrot og á jafnvel von á frekari dómum vegna annarra brota sem nú eru í dómskerfinu. Ekki var ljóst í gær hvað Ívar aðhafðist þá tæpu tvo sólarhringa sem hann lék lausum hala. Strokið mun að líkindum reynast Ívari dýrkeypt. Viðurlög eru tímabundin einangrunarvist auk þess sem dagsleyfi í framtíðinni eru í hættu. Sama gildir um möguleikann á að komast á áfangaheimili og á því að fá reynslulausn. Þess utan vekja svona uppátæki gremju meðal samfanga. Að sögn Erlendar Baldurssonar hjá Fangelsismálastofnun hafa slík strok aðeins verið fimm á síðustu sex árum. Það sé ekki mikið miðað við að iðulega þurfi að fylgja tuttugu föngum á dag út fyrir fangelsið í ýmsum erindagjörðum. Áhyggjur veki hins vegar að strokið nú sé það þriðja frá því í sumar. Þá hafi einn fangi stungið sér út um glugga hjá lækni og annar sleit sig lausan á leið til tannlæknis. Þeir skiluðu sér báðir sjálfir skjótt aftur. „Það er eðlilegt að þetta verði skoðað. Sá sem gerir svona hlut er að mínu viti alltaf varasamur,“ segir Erlendur.
Innlent Mest lesið Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Erlent „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Erlent Spáin versnar á ný og gul viðvörun í Eyjum Veður Létu sprengjum rigna á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Sjá meira