Þriðja strok fanga frá því í sumar 17. nóvember 2006 02:45 Ívar Smári Guðmundsson Strokufanginn mætti aftur í fangelsið í gær. MYND/e.ól Ívar Smári Guðmundsson, sem strauk frá fangavörðum í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, skilaði sér sjálfur á Litla-Hraun í gærmorgun eftir að hafa hringt og gert boð á undan sér. Ívar hefur afplánað um þrjá mánuði af tuttugu mánaða fangelsisdómi fyrir fíkniefnabrot og á jafnvel von á frekari dómum vegna annarra brota sem nú eru í dómskerfinu. Ekki var ljóst í gær hvað Ívar aðhafðist þá tæpu tvo sólarhringa sem hann lék lausum hala. Strokið mun að líkindum reynast Ívari dýrkeypt. Viðurlög eru tímabundin einangrunarvist auk þess sem dagsleyfi í framtíðinni eru í hættu. Sama gildir um möguleikann á að komast á áfangaheimili og á því að fá reynslulausn. Þess utan vekja svona uppátæki gremju meðal samfanga. Að sögn Erlendar Baldurssonar hjá Fangelsismálastofnun hafa slík strok aðeins verið fimm á síðustu sex árum. Það sé ekki mikið miðað við að iðulega þurfi að fylgja tuttugu föngum á dag út fyrir fangelsið í ýmsum erindagjörðum. Áhyggjur veki hins vegar að strokið nú sé það þriðja frá því í sumar. Þá hafi einn fangi stungið sér út um glugga hjá lækni og annar sleit sig lausan á leið til tannlæknis. Þeir skiluðu sér báðir sjálfir skjótt aftur. „Það er eðlilegt að þetta verði skoðað. Sá sem gerir svona hlut er að mínu viti alltaf varasamur,“ segir Erlendur. Innlent Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ívar Smári Guðmundsson, sem strauk frá fangavörðum í Héraðsdómi Reykjavíkur á þriðjudag, skilaði sér sjálfur á Litla-Hraun í gærmorgun eftir að hafa hringt og gert boð á undan sér. Ívar hefur afplánað um þrjá mánuði af tuttugu mánaða fangelsisdómi fyrir fíkniefnabrot og á jafnvel von á frekari dómum vegna annarra brota sem nú eru í dómskerfinu. Ekki var ljóst í gær hvað Ívar aðhafðist þá tæpu tvo sólarhringa sem hann lék lausum hala. Strokið mun að líkindum reynast Ívari dýrkeypt. Viðurlög eru tímabundin einangrunarvist auk þess sem dagsleyfi í framtíðinni eru í hættu. Sama gildir um möguleikann á að komast á áfangaheimili og á því að fá reynslulausn. Þess utan vekja svona uppátæki gremju meðal samfanga. Að sögn Erlendar Baldurssonar hjá Fangelsismálastofnun hafa slík strok aðeins verið fimm á síðustu sex árum. Það sé ekki mikið miðað við að iðulega þurfi að fylgja tuttugu föngum á dag út fyrir fangelsið í ýmsum erindagjörðum. Áhyggjur veki hins vegar að strokið nú sé það þriðja frá því í sumar. Þá hafi einn fangi stungið sér út um glugga hjá lækni og annar sleit sig lausan á leið til tannlæknis. Þeir skiluðu sér báðir sjálfir skjótt aftur. „Það er eðlilegt að þetta verði skoðað. Sá sem gerir svona hlut er að mínu viti alltaf varasamur,“ segir Erlendur.
Innlent Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels