Frá vinnu eftir grófa árás unglingspilta 17. nóvember 2006 01:30 Svæðið þar sem piltarnir réðust á manninn. Maður, búsettur í Kópavogi, hefur nú verið frá vinnu í tæpan hálfan mánuð eftir að hópur unglingspilta réðst á hann laugardagskvöldið 4. nóvember. Maðurinn hefur fyrir fjölskyldu að sjá. Hann hefur kært atburðinn til lögreglunnar í Kópavogi sem líkamsárás á grundvelli kynþáttafordóma. Fréttablaðið hefur áður fjallað um málið, en maðurinn er frá Portúgal. „Við vorum að horfa á myndband heima hjá okkur þetta laugardagskvöld," segir maðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni, enda langt í frá búinn að jafna sig líkamlega og andlega eftir árásina. Fréttablaðið heimsótti hann og fjölskyldu hans, konu og þrjú börn á aldrinum eins, tveggja og níu ára, á heimili þeirra í gær. „Okkur langaði í kók svo ég ákvað að skreppa út í búð," heldur maðurinn áfram. Þegar hann kom inn í verslunina voru tveir piltar um 17 ára þar inni. Annar gekk þegar upp að hlið hans en hinn stillti sér upp fyrir framan hann. Svo hófst atburðarásin, að sögn hans, þegar piltarnir vildu varna honum að sinna erindum sínum. „Ég skildi ekki allt sem þeir sögðu en heyrði þó að þar á meðal var: „Hypjaðu þig burt úr landinu, svertingi." Maðurinn kveðst hafa stjakað við piltinum sem stóð fyrir framan hann til að komast leiðar sinnar og náð í kókflösku. Þegar hann kom að kassanum veittust piltarnir, sem nú voru orðnir fleiri, að honum með hrópum og einn sparkaði til hans. Þetta sést glögglega í öryggismyndavél verslunarinnar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Ég flýði út, en þeir eltu mig, náðu í jakkann minn en mér tókst að smeygja mér úr honum. Á ganginum fyrir framan verslunina náðu þeir mér aftur við útidyr sem voru lengi að opnast. Þeir rifu í hárið á mér og spörkuðu í mig. Enn tókst mér að losa mig og hljóp út á planið fyrir framan verslunina. Þar var einhver fyrir sem sparkaði í mig þannig að ég datt. Þá komu þeir allir, fjórir eða fimm, og fóru að sparka í mig þar sem ég lá. Þeir reyndu að hitta höfuðið, en ég reyndi eftir megni að skýla því. Þeir spörkuðu í hálsinn á mér, bakið og axlirnar. Það var ekki fyrr en fólk frá nálægum veitingastað kom að sem þeir hættu. Ég hljóp heim, en man ekkert eftir því, því ég fékk slæmt áfall." Maðurinn fékk áverka á höfuð og blóðnasir, auk þess sem hann tognaði illa í hálsi, út í axlir og í baki. Hann er undir læknishöndum og fær reglulega áfallahjálp. Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Maður, búsettur í Kópavogi, hefur nú verið frá vinnu í tæpan hálfan mánuð eftir að hópur unglingspilta réðst á hann laugardagskvöldið 4. nóvember. Maðurinn hefur fyrir fjölskyldu að sjá. Hann hefur kært atburðinn til lögreglunnar í Kópavogi sem líkamsárás á grundvelli kynþáttafordóma. Fréttablaðið hefur áður fjallað um málið, en maðurinn er frá Portúgal. „Við vorum að horfa á myndband heima hjá okkur þetta laugardagskvöld," segir maðurinn sem vill ekki koma fram undir nafni, enda langt í frá búinn að jafna sig líkamlega og andlega eftir árásina. Fréttablaðið heimsótti hann og fjölskyldu hans, konu og þrjú börn á aldrinum eins, tveggja og níu ára, á heimili þeirra í gær. „Okkur langaði í kók svo ég ákvað að skreppa út í búð," heldur maðurinn áfram. Þegar hann kom inn í verslunina voru tveir piltar um 17 ára þar inni. Annar gekk þegar upp að hlið hans en hinn stillti sér upp fyrir framan hann. Svo hófst atburðarásin, að sögn hans, þegar piltarnir vildu varna honum að sinna erindum sínum. „Ég skildi ekki allt sem þeir sögðu en heyrði þó að þar á meðal var: „Hypjaðu þig burt úr landinu, svertingi." Maðurinn kveðst hafa stjakað við piltinum sem stóð fyrir framan hann til að komast leiðar sinnar og náð í kókflösku. Þegar hann kom að kassanum veittust piltarnir, sem nú voru orðnir fleiri, að honum með hrópum og einn sparkaði til hans. Þetta sést glögglega í öryggismyndavél verslunarinnar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. „Ég flýði út, en þeir eltu mig, náðu í jakkann minn en mér tókst að smeygja mér úr honum. Á ganginum fyrir framan verslunina náðu þeir mér aftur við útidyr sem voru lengi að opnast. Þeir rifu í hárið á mér og spörkuðu í mig. Enn tókst mér að losa mig og hljóp út á planið fyrir framan verslunina. Þar var einhver fyrir sem sparkaði í mig þannig að ég datt. Þá komu þeir allir, fjórir eða fimm, og fóru að sparka í mig þar sem ég lá. Þeir reyndu að hitta höfuðið, en ég reyndi eftir megni að skýla því. Þeir spörkuðu í hálsinn á mér, bakið og axlirnar. Það var ekki fyrr en fólk frá nálægum veitingastað kom að sem þeir hættu. Ég hljóp heim, en man ekkert eftir því, því ég fékk slæmt áfall." Maðurinn fékk áverka á höfuð og blóðnasir, auk þess sem hann tognaði illa í hálsi, út í axlir og í baki. Hann er undir læknishöndum og fær reglulega áfallahjálp.
Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira