Evrópumánuður ljósmyndarinnar 17. nóvember 2006 10:00 ljósmyndir Paris Photo hófst í gær og lýkur á sunnudag. Gallerí i8 tekur þátt í messunni. Í gær hófst í París ljósmyndamessan Paris-Photo og stendur fram á sunnudag. Þetta er í tíunda sinn sem messan er haldin en hún er ein mikilvægasta sýninga- og sölumessa á ljósmyndum sem haldin er í Evrópu. Raunar hafa önnur þjóðlönd reynt að ná til sín hluta af kökunni: Fotobild-messunni er nýlega lokið í Berlín og fyrr á árinu er Photo-London. Þennan mánuð er ljósmyndin víða í hávegum höfð í Evrópu - mánuðurinn er skilgreindur sem Evrópumánuður ljósmyndarinnar. Paris Photo tengir sig þeim hátíðahöldum enda er ljósmyndin að verða æ fyrirferðarmeiri í lífi okkar. Ljósmyndavélar eru öllum tiltækar. Stafræn vinnsla hefur gert almenningi kleift að vinna myndir sínar hraðar og betur eftir því sem hefðbundinni og nú fornri ljósmyndun er vikið til hliðar. Myndlistarmenn vinna æ meir með ljósmyndir og þær styrkja sig stöðugt í sessi sem tjáningarform. Hundruð aðila taka þátt í Paris Photo. Vegleg sýningarskrá messunnar er nauðsynjagripur hverjum þeim sem vill fylgjast með í ljósmyndum heimsins. Ljósmyndir sem veggskraut á heimilum eru að festa sig í sessi og myndir eftir aldraða og látna meistara eru stöðugt að hækka í verði á mörkuðum. Gallerí i8 tekur þátt í messunni í París. Mynd af Gjörningaklúbbnum skreytir opnunarsíðu á vef messunnar og Norðurlöndin skipa heiðurssess í sýningarhaldi hátíðarinnar í svokölluðum Statements-flokki. Þar er að finna myndverk eftir Rúrí og Hrafnkel Sigurðsson, auk þeirra Gjörningaklúbbskvenna. Mikið er í gangi í sýningarhaldi á ljósmyndum þessa dagana og undarlegt að samtök ljósmyndara og sýningahaldarar skuli ekki hafa tengt sig Evrópumánuði ljósmyndarinnar: nýlega lauk sýningu Ara Sigvaldasonar í Gerðubergi. Þessa helgi lýkur sýningu pólska fréttaljósmyndarans Chris Niedenthal, í Myndadeild er safnsýning sem kalllar á nafngreiningu mynda eftir ýmsa íslenska höfunda frá ýmsum tímum, auk þess sem Spessi opnaði á laugardag sýningu í Hafnarborg sem hann kallar Locations. Og þá er hlutur ljósmyndarinnar í öðrum myndlistarsýningum ekki rakinn. Áhugasamir um hvað sé í boði á Paris Photo geta litið á heimasíðu messunnar: www.parisphoto.fr. Þar má tengjast galleríum sem taka þátt í sýningunni og sjá hvað er þar í boði. Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira
Í gær hófst í París ljósmyndamessan Paris-Photo og stendur fram á sunnudag. Þetta er í tíunda sinn sem messan er haldin en hún er ein mikilvægasta sýninga- og sölumessa á ljósmyndum sem haldin er í Evrópu. Raunar hafa önnur þjóðlönd reynt að ná til sín hluta af kökunni: Fotobild-messunni er nýlega lokið í Berlín og fyrr á árinu er Photo-London. Þennan mánuð er ljósmyndin víða í hávegum höfð í Evrópu - mánuðurinn er skilgreindur sem Evrópumánuður ljósmyndarinnar. Paris Photo tengir sig þeim hátíðahöldum enda er ljósmyndin að verða æ fyrirferðarmeiri í lífi okkar. Ljósmyndavélar eru öllum tiltækar. Stafræn vinnsla hefur gert almenningi kleift að vinna myndir sínar hraðar og betur eftir því sem hefðbundinni og nú fornri ljósmyndun er vikið til hliðar. Myndlistarmenn vinna æ meir með ljósmyndir og þær styrkja sig stöðugt í sessi sem tjáningarform. Hundruð aðila taka þátt í Paris Photo. Vegleg sýningarskrá messunnar er nauðsynjagripur hverjum þeim sem vill fylgjast með í ljósmyndum heimsins. Ljósmyndir sem veggskraut á heimilum eru að festa sig í sessi og myndir eftir aldraða og látna meistara eru stöðugt að hækka í verði á mörkuðum. Gallerí i8 tekur þátt í messunni í París. Mynd af Gjörningaklúbbnum skreytir opnunarsíðu á vef messunnar og Norðurlöndin skipa heiðurssess í sýningarhaldi hátíðarinnar í svokölluðum Statements-flokki. Þar er að finna myndverk eftir Rúrí og Hrafnkel Sigurðsson, auk þeirra Gjörningaklúbbskvenna. Mikið er í gangi í sýningarhaldi á ljósmyndum þessa dagana og undarlegt að samtök ljósmyndara og sýningahaldarar skuli ekki hafa tengt sig Evrópumánuði ljósmyndarinnar: nýlega lauk sýningu Ara Sigvaldasonar í Gerðubergi. Þessa helgi lýkur sýningu pólska fréttaljósmyndarans Chris Niedenthal, í Myndadeild er safnsýning sem kalllar á nafngreiningu mynda eftir ýmsa íslenska höfunda frá ýmsum tímum, auk þess sem Spessi opnaði á laugardag sýningu í Hafnarborg sem hann kallar Locations. Og þá er hlutur ljósmyndarinnar í öðrum myndlistarsýningum ekki rakinn. Áhugasamir um hvað sé í boði á Paris Photo geta litið á heimasíðu messunnar: www.parisphoto.fr. Þar má tengjast galleríum sem taka þátt í sýningunni og sjá hvað er þar í boði.
Menning Mest lesið „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Bíó og sjónvarp „Ég er pínu meyr í dag“ Lífið Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ Lífið Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Lífið Ísraelar fá að vera með í Eurovision Tónlist Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Lífið Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Lífið Chanel og Snorri eiga von á syni Lífið Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Lífið Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár Lífið Fleiri fréttir Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Sjá meira