Ökumaður á svörtum BMW stakk af 15. nóvember 2006 06:45 Ýmsu var ábótavant við lögreglurannsókn á óhappi sem varð við Hótel Nordica á Suðurlandsbraut í lok ágúst að sögn Þrastar Heiðars Þráinssonar, 34 ára Skagamanns. Þá keyrði svartur BMW Þröst niður fyrir utan KB banka og Hótel Nordica við Suðurlandsbraut. Ökumaður stakk af vettvangi. Um tuttugu mínútum síðar var tekin lögregluskýrsla af Þresti á slysadeild Landspítalans, en Þröstur var þá með heilahristing og slæm beinbrot og láðist að geta þess að keyrt hefði verið á sig. Daginn eftir slysið ræddi lögreglumaður við Þröst í síma og segist þá hafa athugað með myndavélar á Hótel Nordica, en þær hafi engu náð. Þröstur biður hann þá að athuga myndavélar KB banka, sem eru talsvert nær slysstað en hinar. Lögreglumaður hafi tekið dræmlega í beiðnina. Þær upplýsingar fengust í bankanum að lögreglan hefði ekki haft samband til að spyrja um upptökurnar, hvorki í útibúinu né í tölvudeild, fyrr en 2. október, rúmum mánuði eftir slysið, en þá var búið að taka yfir upptökurnar. Lögreglan hefur staðfest þetta. Þröstur segir að tveimur vikum síðar hafi annar lögreglumaður viðurkennt í símtali að lögreglan hafi gert „tæknileg mistök" við rannsókn slyssins. Þröstur segir það ótrúlegt sinnuleysi hjá lögreglu að hafa ekki kannað upptökurnar meðan þær voru til. Að lögreglan hafi trassað að rannsaka eina mögulega sönnunargagnið í máli sínu, þrátt fyrir að hann hafi beðið sérstaklega um að það yrði gert. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík fékk rannsókn málsins eðlilega meðferð. „Því miður reyndust upptökur ekki tiltækar þegar eftir þeim var leitað, en ég held að menn hafi reynt að bregðast við eftir bestu getu," segir Ómar Smári Ármannsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Þröstur hefur verið óvinnufær síðan hann slasaðist, en hann tví-viðbeinsbrotnaði, sleit liðband og skekkti hryggjarliði og herðablað í slysinu og þurfti að græða í öxl hans stálplötu. Hann var ótryggður. Þröstur leitar enn vitna og biður þau að gefa sig fram við lögreglu. Slysið varð klukkan 19.31 og bíllinn var af eldri gerðinni með vindbrjót (spoiler) á skottinu. Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Ýmsu var ábótavant við lögreglurannsókn á óhappi sem varð við Hótel Nordica á Suðurlandsbraut í lok ágúst að sögn Þrastar Heiðars Þráinssonar, 34 ára Skagamanns. Þá keyrði svartur BMW Þröst niður fyrir utan KB banka og Hótel Nordica við Suðurlandsbraut. Ökumaður stakk af vettvangi. Um tuttugu mínútum síðar var tekin lögregluskýrsla af Þresti á slysadeild Landspítalans, en Þröstur var þá með heilahristing og slæm beinbrot og láðist að geta þess að keyrt hefði verið á sig. Daginn eftir slysið ræddi lögreglumaður við Þröst í síma og segist þá hafa athugað með myndavélar á Hótel Nordica, en þær hafi engu náð. Þröstur biður hann þá að athuga myndavélar KB banka, sem eru talsvert nær slysstað en hinar. Lögreglumaður hafi tekið dræmlega í beiðnina. Þær upplýsingar fengust í bankanum að lögreglan hefði ekki haft samband til að spyrja um upptökurnar, hvorki í útibúinu né í tölvudeild, fyrr en 2. október, rúmum mánuði eftir slysið, en þá var búið að taka yfir upptökurnar. Lögreglan hefur staðfest þetta. Þröstur segir að tveimur vikum síðar hafi annar lögreglumaður viðurkennt í símtali að lögreglan hafi gert „tæknileg mistök" við rannsókn slyssins. Þröstur segir það ótrúlegt sinnuleysi hjá lögreglu að hafa ekki kannað upptökurnar meðan þær voru til. Að lögreglan hafi trassað að rannsaka eina mögulega sönnunargagnið í máli sínu, þrátt fyrir að hann hafi beðið sérstaklega um að það yrði gert. Samkvæmt lögreglunni í Reykjavík fékk rannsókn málsins eðlilega meðferð. „Því miður reyndust upptökur ekki tiltækar þegar eftir þeim var leitað, en ég held að menn hafi reynt að bregðast við eftir bestu getu," segir Ómar Smári Ármannsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Þröstur hefur verið óvinnufær síðan hann slasaðist, en hann tví-viðbeinsbrotnaði, sleit liðband og skekkti hryggjarliði og herðablað í slysinu og þurfti að græða í öxl hans stálplötu. Hann var ótryggður. Þröstur leitar enn vitna og biður þau að gefa sig fram við lögreglu. Slysið varð klukkan 19.31 og bíllinn var af eldri gerðinni með vindbrjót (spoiler) á skottinu.
Innlent Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira