Framkvæmdastjóri FÍB gagnrýnir flugfélögin: Eru samstiga í verðhækkunum 14. nóvember 2006 06:45 Fargjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 10-12 þúsund krónur á þremur árum, eða um 50 prósent. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og gjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 147 prósent á síðustu þremur árum. „Nú er svo komið að Icelandair og Iceland Express innheimta rúmlega tvöfalt hærri upphæð undir heitinu skattar og gjöld en þau skila til flugvalla. Sem dæmi má nefna að Iceland Express rukkar farþega um 7.290 krónur í skatta og gjöld á flugleiðinni til Alicante, sem er margföld skattaupphæð á þessari leið." Runólfur segir að önnur flugfélög, eins og Heimsferðir, innheimti mun lægri upphæð í skatta og gjöld á þessari leið. Runólfur segir merkilegt að afkoma Icelandair og Iceland Express hafi batnað þrátt fyrir hátt olíuverð. Nýlega kom fram að áætlaður hagnaður Iceland Express væri um 600 milljónir króna á þessu ári og hefur aukist um 100 prósent frá síðasta ári. „Vissulega er það góðs viti ef félög skila góðum rekstri en hækkanir félaganna á þjónustugjöldum eiga sér ekki hliðstæðu í raunveruleikanum og því má draga þá ályktun að þannig sé hluti hagnaðarins tilkominn." Runólfur segir að þessum upplýsingum verði beint til samkeppnisyfirvalda ekki síst í ljósi þess að nú sé hægt að sjá eignatengingu á milli Icelandair og Iceland Express eftir að hluthafar í Icelandair eignuðust meirihluta í Iceland Express. Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express, segir eignatengsl þessara félaga ekki eins mikil og látið sé af og að þetta mál sé nú þegar í skoðun hjá samkeppniseftirlitinu. Birgir segir lækkun á gengi íslensku krónunnar og olíuhækkun hafa sett mikinn strik í reikninginn á árunum 2003 og 2004 og því hafi þurft að hækka fargjöldin. „Þá er Leifsstöð mjög dýr flugvöllur og þar eru innheimt 2-3 sinnum hærri gjöld miðað við aðra flugvelli sem Iceland Express flýgur um." Birgir segir betri afkomu fyrirtækisins tilkomna vegna meiri hagkvæmni í rekstri og segir samkeppni milli flugrekstraraðila mikla á Íslandi. Innlent Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Sjá meira
Fargjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 10-12 þúsund krónur á þremur árum, eða um 50 prósent. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir skatta og gjöld Icelandair og Iceland Express hafa hækkað um 147 prósent á síðustu þremur árum. „Nú er svo komið að Icelandair og Iceland Express innheimta rúmlega tvöfalt hærri upphæð undir heitinu skattar og gjöld en þau skila til flugvalla. Sem dæmi má nefna að Iceland Express rukkar farþega um 7.290 krónur í skatta og gjöld á flugleiðinni til Alicante, sem er margföld skattaupphæð á þessari leið." Runólfur segir að önnur flugfélög, eins og Heimsferðir, innheimti mun lægri upphæð í skatta og gjöld á þessari leið. Runólfur segir merkilegt að afkoma Icelandair og Iceland Express hafi batnað þrátt fyrir hátt olíuverð. Nýlega kom fram að áætlaður hagnaður Iceland Express væri um 600 milljónir króna á þessu ári og hefur aukist um 100 prósent frá síðasta ári. „Vissulega er það góðs viti ef félög skila góðum rekstri en hækkanir félaganna á þjónustugjöldum eiga sér ekki hliðstæðu í raunveruleikanum og því má draga þá ályktun að þannig sé hluti hagnaðarins tilkominn." Runólfur segir að þessum upplýsingum verði beint til samkeppnisyfirvalda ekki síst í ljósi þess að nú sé hægt að sjá eignatengingu á milli Icelandair og Iceland Express eftir að hluthafar í Icelandair eignuðust meirihluta í Iceland Express. Birgir Jónsson, forstjóri Iceland Express, segir eignatengsl þessara félaga ekki eins mikil og látið sé af og að þetta mál sé nú þegar í skoðun hjá samkeppniseftirlitinu. Birgir segir lækkun á gengi íslensku krónunnar og olíuhækkun hafa sett mikinn strik í reikninginn á árunum 2003 og 2004 og því hafi þurft að hækka fargjöldin. „Þá er Leifsstöð mjög dýr flugvöllur og þar eru innheimt 2-3 sinnum hærri gjöld miðað við aðra flugvelli sem Iceland Express flýgur um." Birgir segir betri afkomu fyrirtækisins tilkomna vegna meiri hagkvæmni í rekstri og segir samkeppni milli flugrekstraraðila mikla á Íslandi.
Innlent Mest lesið Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar Erlent Fleiri fréttir Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Sjá meira