Áskilur sér rétt til að endurskoða varnarsamninga 5. nóvember 2006 08:00 Michael T. Corgan er hér í pontu en sjá má frá vinstri Þóru Arnórsdóttur, Alyson Bailes, Ragnheiði Elíni Árnadóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur við pallborðið. MYND/ÓMar Samfylkingin áskilur sér rétt til að endurskoða frá grunni það samkomulag sem núverandi ríkisstjórn hefur gert við Bandaríkin um varnarmál Íslands, komist hún að stjórnartaumunum eftir komandi alþingiskosningar. Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, á málfundi um valkosti Íslands í öryggis- og varnarmálum sem Alþjóðasamfélagið, félag meistaranema í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands, efndi til í Reykjavík í gær. Þórunn sagðist í grundvallaratriðum ósammála Ragnheiði Elínu Árnadóttur, aðstoðarmanni Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem einnig var með framsögu á málþinginu, um að Ísland deildi „sömu gildum og pólitísku sýn“ með Bandaríkjunum, alla vega svo lengi sem núverandi valdhafar væru við stjórnvölinn vestra. Þórunn vísaði allri ábyrgð á þeim samningum sem nú hafa verið gerðir við bandarísk stjórnvöld um varnarmál Íslands til núverandi stjórnarflokka og sagði að sinn flokkur myndi áskilja sér rétt til að endurskoða þessi mál frá grunni ef hann hefði aðstöðu til eftir kosningarnar í vor. Auk þeirra Þórunnar og Ragnheiðar fluttu framsöguerindi Alyson Bailes, forstöðumaður sænsku friðarrannsóknastofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi og Michael T. Corgan, dósent í stjórnmálafræði við Boston-háskóla, en bæði Corgan og Bailes eru gestakennarar við Háskóla Íslands um þessar mundir. Corgan sagðist í sínu innleggi hafa heyrt ónafngreindan íslenskan embættismann hafa sagt, að það sem Íslendingar hefðu haft á meðan bandaríska varnarliðið var hér enn, hefðu verið „sýnilegar og trúverðugar varnir“; það sem sér sýndist felast í nýja samkomulaginu væru „ósýnilegar og ótrúverðugar“ varnir. Í samtali við Fréttablaðið sagði Corgan að vissulega þyrftu hernaðaráætlanir sem slíkar að vera leynilegar, en þegar Bandaríkin fara að eins og í þessu tilviki, taka frá landinu hvern einasta hermann og allan búnað og segja síðan að leynileg varnaráætlun eigi að tryggja varnir landsins framvegis, þá sé það ekki fullnægjandi til að fullvissa Íslendinga um að skuldbinding Bandaríkjanna til varna Íslands sé jafnsterk og áður. Meira hefði þurft að koma til. Alyson Bailes, sem á áratuga reynslu úr bresku utanríkisþjónustunni að baki, hvatti til þess að umræðan um öryggismál Íslands tæki tillit til allra hliða öryggismála; hernaðarhliðin væri aðeins ein af mörgum og hún hefði miklu minna vægi nú en á dögum kalda stríðsins. Ísland gæti lært margt í þessu efni af nágrannalöndunum. Allir pallborðsþátttakendur voru sammála um að brýn þörf væri á því að Íslendingar kæmu sér upp rannsókna- og ráðgjafarstofnun sem sérhæfði sig í öryggis- og varnarmálum. Það væri nauðsynleg forsenda fyrir mótun sjálfstæðrar og vel ígrundaðrar stefnu íslenska lýðveldisins í þessum mikilvæga málaflokki. Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira
Samfylkingin áskilur sér rétt til að endurskoða frá grunni það samkomulag sem núverandi ríkisstjórn hefur gert við Bandaríkin um varnarmál Íslands, komist hún að stjórnartaumunum eftir komandi alþingiskosningar. Þetta sagði Þórunn Sveinbjarnardóttir, alþingismaður og fulltrúi Samfylkingarinnar í utanríkismálanefnd, á málfundi um valkosti Íslands í öryggis- og varnarmálum sem Alþjóðasamfélagið, félag meistaranema í alþjóðastjórnmálum við Háskóla Íslands, efndi til í Reykjavík í gær. Þórunn sagðist í grundvallaratriðum ósammála Ragnheiði Elínu Árnadóttur, aðstoðarmanni Geirs H. Haarde forsætisráðherra sem einnig var með framsögu á málþinginu, um að Ísland deildi „sömu gildum og pólitísku sýn“ með Bandaríkjunum, alla vega svo lengi sem núverandi valdhafar væru við stjórnvölinn vestra. Þórunn vísaði allri ábyrgð á þeim samningum sem nú hafa verið gerðir við bandarísk stjórnvöld um varnarmál Íslands til núverandi stjórnarflokka og sagði að sinn flokkur myndi áskilja sér rétt til að endurskoða þessi mál frá grunni ef hann hefði aðstöðu til eftir kosningarnar í vor. Auk þeirra Þórunnar og Ragnheiðar fluttu framsöguerindi Alyson Bailes, forstöðumaður sænsku friðarrannsóknastofnunarinnar SIPRI í Stokkhólmi og Michael T. Corgan, dósent í stjórnmálafræði við Boston-háskóla, en bæði Corgan og Bailes eru gestakennarar við Háskóla Íslands um þessar mundir. Corgan sagðist í sínu innleggi hafa heyrt ónafngreindan íslenskan embættismann hafa sagt, að það sem Íslendingar hefðu haft á meðan bandaríska varnarliðið var hér enn, hefðu verið „sýnilegar og trúverðugar varnir“; það sem sér sýndist felast í nýja samkomulaginu væru „ósýnilegar og ótrúverðugar“ varnir. Í samtali við Fréttablaðið sagði Corgan að vissulega þyrftu hernaðaráætlanir sem slíkar að vera leynilegar, en þegar Bandaríkin fara að eins og í þessu tilviki, taka frá landinu hvern einasta hermann og allan búnað og segja síðan að leynileg varnaráætlun eigi að tryggja varnir landsins framvegis, þá sé það ekki fullnægjandi til að fullvissa Íslendinga um að skuldbinding Bandaríkjanna til varna Íslands sé jafnsterk og áður. Meira hefði þurft að koma til. Alyson Bailes, sem á áratuga reynslu úr bresku utanríkisþjónustunni að baki, hvatti til þess að umræðan um öryggismál Íslands tæki tillit til allra hliða öryggismála; hernaðarhliðin væri aðeins ein af mörgum og hún hefði miklu minna vægi nú en á dögum kalda stríðsins. Ísland gæti lært margt í þessu efni af nágrannalöndunum. Allir pallborðsþátttakendur voru sammála um að brýn þörf væri á því að Íslendingar kæmu sér upp rannsókna- og ráðgjafarstofnun sem sérhæfði sig í öryggis- og varnarmálum. Það væri nauðsynleg forsenda fyrir mótun sjálfstæðrar og vel ígrundaðrar stefnu íslenska lýðveldisins í þessum mikilvæga málaflokki.
Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Blóðbankinn á leið í Kringluna Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Fleiri fréttir Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Sjá meira