Segir sjávarflóðahættu í Reykjavík vera vanmetna 24. september 2006 05:30 Strandlengjan við Skúlagötu. Skipulagsfræðingur segir varnargarða vitlausu megin við Sæbrautina. Sjávarflóðahætta er vanmetin í Reykjavík að sögn Trausta Valssonar skipulagsfræðings, en hann hélt erindi á föstudaginn um áhrif loftslagsbreytinga á skipulag í Reykjavík á málþingi vegna árlegrar samgönguviku. Trausti segir að sjávarflóðavarnir við strendur Reykjavíkur séu miklum mun minni en annars staðar á landinu og nefnir þar sérstaklega Stokkseyri og Eyrarbakka. Hann telur ástæðurnar vera fyrst og fremst þær að menn hafi ekki viljað hafa varnirnar hærri til að skerða ekki útsýni fólks út til hafsins. Trausti segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm gegn flóðum og nefnir þar helst Skúlagötustrandlengjuna. „Það er varnargarður við Sæbraut en hann er landmegin við hana og er raunverulega hannaður sem hljóðvörn. Ef það ætti að vera alvöru varnargarður þyrfti hann að vera samfelldur og sjávarmegin við brautina.“ Trausti Valsson Segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm fyrir flóðum. Trausti segir vandann á höfuðborgarsvæðinu vera margvíslegan. „Í fyrsta lagi er almenn hækkun á sjávaryfirborði í heiminum. Spár segja að það muni hækka um fimmtíu til níutíu sentímetra á þessari öld. Svo er svæðið sem Reykjavík og nágrenni stendur á að síga um fimmtán sentímetra á öld. Við það bætist að hér eru ónógar sjávarvarnir. Þá er verið að byggja íbúðarbyggðir víða á höfuðborgarsvæðinu á landfyllingum. Að mínu mati og miðað við spár um sjávarhæðarhækkun eru þær fyllingar of lágar. Ef maður bætir metra ofan á sjávarhæðina við Reykjavík þá er sjórinn náttúrulega kominn inn á land á mörgum stöðum og upp á landfyllingarnar.“ Að auki bendir Trausti á að stærsta flóð sem orðið hafi á svæðinu, Básendaflóð árið 1799, sé ekki tekið með inn í mat á flóðahættu. „Menn sögðu að slíkt flóð gæti ekki komið nema á nokkur þúsund ára fresti og því þyrfti ekkert að byggja varnir vegna þeirra,“ en í því flóði flæddi meðal annars yfir alla Kvosina. Hann telur flóðahættuna mögulega vera nær okkur en fólk gruni. „Í fyrra eða hitteðfyrra munaði engu að mjög kröpp lægð sem rak á undan sér flóðbylgju hefði farið inn í Faxaflóann og komið á Reykjavík. Því hefur verið haldið fram að það hafi einungis þurft hundrað kílómetra tilfærslu á þessari lægð til að hér hafi orðið mjög mikið flóð víða á höfuðborgarsvæðinu.“ Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira
Sjávarflóðahætta er vanmetin í Reykjavík að sögn Trausta Valssonar skipulagsfræðings, en hann hélt erindi á föstudaginn um áhrif loftslagsbreytinga á skipulag í Reykjavík á málþingi vegna árlegrar samgönguviku. Trausti segir að sjávarflóðavarnir við strendur Reykjavíkur séu miklum mun minni en annars staðar á landinu og nefnir þar sérstaklega Stokkseyri og Eyrarbakka. Hann telur ástæðurnar vera fyrst og fremst þær að menn hafi ekki viljað hafa varnirnar hærri til að skerða ekki útsýni fólks út til hafsins. Trausti segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm gegn flóðum og nefnir þar helst Skúlagötustrandlengjuna. „Það er varnargarður við Sæbraut en hann er landmegin við hana og er raunverulega hannaður sem hljóðvörn. Ef það ætti að vera alvöru varnargarður þyrfti hann að vera samfelldur og sjávarmegin við brautina.“ Trausti Valsson Segir ýmis svæði í Reykjavík viðkvæm fyrir flóðum. Trausti segir vandann á höfuðborgarsvæðinu vera margvíslegan. „Í fyrsta lagi er almenn hækkun á sjávaryfirborði í heiminum. Spár segja að það muni hækka um fimmtíu til níutíu sentímetra á þessari öld. Svo er svæðið sem Reykjavík og nágrenni stendur á að síga um fimmtán sentímetra á öld. Við það bætist að hér eru ónógar sjávarvarnir. Þá er verið að byggja íbúðarbyggðir víða á höfuðborgarsvæðinu á landfyllingum. Að mínu mati og miðað við spár um sjávarhæðarhækkun eru þær fyllingar of lágar. Ef maður bætir metra ofan á sjávarhæðina við Reykjavík þá er sjórinn náttúrulega kominn inn á land á mörgum stöðum og upp á landfyllingarnar.“ Að auki bendir Trausti á að stærsta flóð sem orðið hafi á svæðinu, Básendaflóð árið 1799, sé ekki tekið með inn í mat á flóðahættu. „Menn sögðu að slíkt flóð gæti ekki komið nema á nokkur þúsund ára fresti og því þyrfti ekkert að byggja varnir vegna þeirra,“ en í því flóði flæddi meðal annars yfir alla Kvosina. Hann telur flóðahættuna mögulega vera nær okkur en fólk gruni. „Í fyrra eða hitteðfyrra munaði engu að mjög kröpp lægð sem rak á undan sér flóðbylgju hefði farið inn í Faxaflóann og komið á Reykjavík. Því hefur verið haldið fram að það hafi einungis þurft hundrað kílómetra tilfærslu á þessari lægð til að hér hafi orðið mjög mikið flóð víða á höfuðborgarsvæðinu.“
Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Gular viðvaranir vegna snjókomunnar suðvestantil Veður Fleiri fréttir Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Sjá meira