Kakkalakkafaraldurshætta 23. september 2006 08:30 Pöddur í húsnæði varnarliðsins Skorkvikindi ná að grassera í fyrrum húsnæði Bandaríkjahers á Keflavíkurflugvelli ef ný stjórn svæðisins grípur ekki til viðeigandi ráðstafana. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri hjá bænum, hefur áhyggjur af því að kakkalakkar og rottur geti til dæmis borist með skólpinu inn í bæinn. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa áhyggjur af því að skorkvikindi nái að blómstra í húsnæði hersins á Keflavíkurflugvelli ef vallarsvæðið er látið eftirlitslaust lengi og meindýraeyðingu lítið sinnt. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, segir að þetta sé stórmál. „Skorkvikindi mega ekki „grassera“ þarna eftirlitslaust. Það þurfa að koma til einhverjar aðgerðir þannig að þau breiðist ekki út,“ segir Viðar Már og telur alls kyns pöddur, kakkalakka og rottur munu lifa góðu lífi ef svæðið verði lengi „eftirlitslítið draugabæli“. Eitt ár er langur tími og á þeim tíma telur Viðar Már að kakkalakkar og önnur óværa kunni að breiðast út til Keflavíkur, til dæmis með holræsum. „Við tökum við öllu skólpi í hreinsistöðinni þannig að þetta er allt tengt hingað niður í bæinn,“ segir hann. Kakkalakkar og önnur skorkvikindi hafa lengi verið viðloðandi húsnæði Bandaríkjahers og hafa Bandaríkjamennirnir séð um þau mál sjálfir. Viðar Már segir að nú þurfi ný stjórn svæðisins að sjá til þess að svæðið fái vöktun þannig að það lendi ekki í eyði. „Vonandi kemur þetta meindýramál til skoðunar hjá nýrri stjórn.“ Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Meindýraeyðingar Suðurnesja, segir að mýs hafi alltaf verið á varnarsvæðinu og rottur í einhverjum mæli. Verra sé með kakkalakkana. „Ég myndi hafa áhyggjur af kakkalökkunum. Ef það er ekki eitrað í þessum húsum þegar herinn hættir með sína eitrun fjölgar þessum kvikindum óáreitt. Það er alveg ljóst og þarf engan sérfræðing til að sjá það,“ segir hann. Ólafur hefur áhyggjur af því að kakkalakkarnir geti borist með fólki sem ber með sér egg og skordýr út af svæðinu. „Það þarf að eitra reglulega. Eitrið er virkt í nokkra mánuði og það þarf að eitra þangað til þetta er upprætt,“ segir hann og telur kostnaðinn aðeins nema fáeinum milljónum á ári þar til vandinn sé upprættur, svo framarlega sem engir nýir kakkalakkar berist inn á svæðið. Ólafur segir að Íslendingar hafi ekkert þol gagnvart kakkalökkum og eitri alltaf strax. Kakkalakkar hafi því aldrei náð fótfestu nema á varnarsvæðinu. Innlent Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ hafa áhyggjur af því að skorkvikindi nái að blómstra í húsnæði hersins á Keflavíkurflugvelli ef vallarsvæðið er látið eftirlitslaust lengi og meindýraeyðingu lítið sinnt. Viðar Már Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri umhverfis- og skipulagssviðs Reykjanesbæjar, segir að þetta sé stórmál. „Skorkvikindi mega ekki „grassera“ þarna eftirlitslaust. Það þurfa að koma til einhverjar aðgerðir þannig að þau breiðist ekki út,“ segir Viðar Már og telur alls kyns pöddur, kakkalakka og rottur munu lifa góðu lífi ef svæðið verði lengi „eftirlitslítið draugabæli“. Eitt ár er langur tími og á þeim tíma telur Viðar Már að kakkalakkar og önnur óværa kunni að breiðast út til Keflavíkur, til dæmis með holræsum. „Við tökum við öllu skólpi í hreinsistöðinni þannig að þetta er allt tengt hingað niður í bæinn,“ segir hann. Kakkalakkar og önnur skorkvikindi hafa lengi verið viðloðandi húsnæði Bandaríkjahers og hafa Bandaríkjamennirnir séð um þau mál sjálfir. Viðar Már segir að nú þurfi ný stjórn svæðisins að sjá til þess að svæðið fái vöktun þannig að það lendi ekki í eyði. „Vonandi kemur þetta meindýramál til skoðunar hjá nýrri stjórn.“ Ólafur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Meindýraeyðingar Suðurnesja, segir að mýs hafi alltaf verið á varnarsvæðinu og rottur í einhverjum mæli. Verra sé með kakkalakkana. „Ég myndi hafa áhyggjur af kakkalökkunum. Ef það er ekki eitrað í þessum húsum þegar herinn hættir með sína eitrun fjölgar þessum kvikindum óáreitt. Það er alveg ljóst og þarf engan sérfræðing til að sjá það,“ segir hann. Ólafur hefur áhyggjur af því að kakkalakkarnir geti borist með fólki sem ber með sér egg og skordýr út af svæðinu. „Það þarf að eitra reglulega. Eitrið er virkt í nokkra mánuði og það þarf að eitra þangað til þetta er upprætt,“ segir hann og telur kostnaðinn aðeins nema fáeinum milljónum á ári þar til vandinn sé upprættur, svo framarlega sem engir nýir kakkalakkar berist inn á svæðið. Ólafur segir að Íslendingar hafi ekkert þol gagnvart kakkalökkum og eitri alltaf strax. Kakkalakkar hafi því aldrei náð fótfestu nema á varnarsvæðinu.
Innlent Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Fleiri fréttir Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira