Kæfisvefn getur valdið slysum 22. september 2006 06:30 Edda gunnarsdóttir, erna sif arnardóttir, bryndís halldórsdóttir, þórarinn gylfason og atli jósefsson Starfsfólk við kæfisvefnsrannsóknir á Landspítalanum. MYND/Heiða „Okkar aðaláhyggjumál er að biðlistar hafa farið mjög vaxandi. Í dag bíða 116 greindir kæfisvefnssjúklingar eftir meðferð og 178 manns eru á biðlista eftir mælingu," segir Þórarinn Gíslason, yfirlæknir lungnadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss. „Það þarf úrbætur á þessu sviði svo við getum staðið undir væntingum. Fólk sættir sig illa við að bíða í fjóra til sex mánuði eftir úrlausn sinna mála í þessu ríka samfélagi." Kæfisvefn er meðal þess sem fjallað verður um á Vísindavöku Rannís í Listasafni Reykjavíkur í dag. Kæfisvefn er sjúkdómsástand skilgreint sem endurtekin öndunarstopp þegar sjúklingur sefur, sem hafa í för með sér breytingar á líðan að degi til. Fólk nær ekki nægri hvíld og verður þreytt og syfjað að degi til. Lífshorfur fólks með kæfisvefn á háu stigi eru verulega skertar miðað við aðra á sama aldri. „Upphaflega var litið á kæfisvefn sem sjálfstætt einangrað fyrirbrigði sem fyrst og fremst einkenndist af hrotum, óværum svefni og syfju. Á síðustu árum hafa komið fram rannsóknir sem sýna greinilega að það eru fylgikvillar með kæfisvefni. Þar á meðal háþrýstingur, gáttaflökt, hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki og heilablóðföll," segir Þórarinn. Á Landspítalanum koma læknar, hjúkrunarfræðingar, líffræðingar og sálfræðingar að vísindarannsóknum á kæfisvefni. Dagsyfja er helsta einkenni kæfisvefns og hefur kanadísk rannsókn leitt í ljós að alvarleg umferðarslys voru þrefalt algengari meðal ómeðhöndlaðra kæfisvefnssjúklinga en meðal samanburðarhóps. Í virtu bresku læknatímariti var leitt að því líkum að með því að meðhöndla 500 kæfisvefnssjúklinga mætti koma í veg fyrir eitt banaslys, 75 slys með áverkum á fólki og yfir 200 slys með skemmdum á ökutækjum. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa varð að meðaltali eitt banaslys á ári hérlendis frá 1998 til 2004 vegna syfju ökumanns. Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
„Okkar aðaláhyggjumál er að biðlistar hafa farið mjög vaxandi. Í dag bíða 116 greindir kæfisvefnssjúklingar eftir meðferð og 178 manns eru á biðlista eftir mælingu," segir Þórarinn Gíslason, yfirlæknir lungnadeildar Landspítala-háskólasjúkrahúss. „Það þarf úrbætur á þessu sviði svo við getum staðið undir væntingum. Fólk sættir sig illa við að bíða í fjóra til sex mánuði eftir úrlausn sinna mála í þessu ríka samfélagi." Kæfisvefn er meðal þess sem fjallað verður um á Vísindavöku Rannís í Listasafni Reykjavíkur í dag. Kæfisvefn er sjúkdómsástand skilgreint sem endurtekin öndunarstopp þegar sjúklingur sefur, sem hafa í för með sér breytingar á líðan að degi til. Fólk nær ekki nægri hvíld og verður þreytt og syfjað að degi til. Lífshorfur fólks með kæfisvefn á háu stigi eru verulega skertar miðað við aðra á sama aldri. „Upphaflega var litið á kæfisvefn sem sjálfstætt einangrað fyrirbrigði sem fyrst og fremst einkenndist af hrotum, óværum svefni og syfju. Á síðustu árum hafa komið fram rannsóknir sem sýna greinilega að það eru fylgikvillar með kæfisvefni. Þar á meðal háþrýstingur, gáttaflökt, hjarta- og æðasjúkdómar, sykursýki og heilablóðföll," segir Þórarinn. Á Landspítalanum koma læknar, hjúkrunarfræðingar, líffræðingar og sálfræðingar að vísindarannsóknum á kæfisvefni. Dagsyfja er helsta einkenni kæfisvefns og hefur kanadísk rannsókn leitt í ljós að alvarleg umferðarslys voru þrefalt algengari meðal ómeðhöndlaðra kæfisvefnssjúklinga en meðal samanburðarhóps. Í virtu bresku læknatímariti var leitt að því líkum að með því að meðhöndla 500 kæfisvefnssjúklinga mætti koma í veg fyrir eitt banaslys, 75 slys með áverkum á fólki og yfir 200 slys með skemmdum á ökutækjum. Samkvæmt skýrslu Rannsóknarnefndar umferðarslysa varð að meðaltali eitt banaslys á ári hérlendis frá 1998 til 2004 vegna syfju ökumanns.
Innlent Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira