Ef maður á ekki góða konu þá getur maður ekki staðið í svona 21. september 2006 07:45 Halldór Blöndal Hefur setið á þingi síðan 1979. stjórnmál Halldór Blöndal gefur ekki kost á sér til endurkjörs á Alþingi í vor. Hann tilkynnti um þá ákvörðun sína á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar í gærkvöldi en það var einmitt á Akureyri sem hann hóf þátttöku í stjórnmálum. „Ég byrjaði hér og hef verið virkur þátttakandi í öllum alþingiskosningum síðan 1963, fyrst sem blaðamaður og erindreki og svo sem frambjóðandi 1971 og þingmaður síðan 1979,“ sagði Halldór í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir tíma til kominn að draga sig í hlé og gefa öðrum tækifæri. „Ég verð 69 ára á næsta ári og mig langar að vera meira með konu minni og börnum á meðan heilsan er enn góð.“ Halldór var varaþingmaður frá 1971 til 1979 þegar hann hlaut fast þingsæti. Hann var landbúnaðar- og samgönguráðherra 1991-1995 og samgönguráðherra 1995-1999. Þá var hann forseti Alþingis 1999-2005. Halldór er nú formaður utanríkismálanefndar þingsins. „Þetta hefur verið langur en mjög góður tími. Stjórnmál eru krefjandi og þó stundum blási á móti er starf stjórnmálamannsins mjög gott,“ segir Halldór. Hann kveðst hafa náð ýmsu fram á ferli sínum og nefnir í því samhengi jarðgöng til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og Háskólann á Akureyri. Fjögur ár eru síðan Halldór ákvað að þetta kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann ætlar að sitja til vors; segist enda alls ekki vera uppgefinn en meiri samvistir við fjölskylduna togi í hann. Halldór þakkar konu sinni, Kristrúnu Eymundsdóttur, fyrir ríkan stuðning í gegnum árin. „Ef maður á ekki góða konu þá getur maður ekki staðið í svona.“ Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
stjórnmál Halldór Blöndal gefur ekki kost á sér til endurkjörs á Alþingi í vor. Hann tilkynnti um þá ákvörðun sína á aðalfundi Sjálfstæðisfélags Akureyrar í gærkvöldi en það var einmitt á Akureyri sem hann hóf þátttöku í stjórnmálum. „Ég byrjaði hér og hef verið virkur þátttakandi í öllum alþingiskosningum síðan 1963, fyrst sem blaðamaður og erindreki og svo sem frambjóðandi 1971 og þingmaður síðan 1979,“ sagði Halldór í samtali við Fréttablaðið í gær. Hann segir tíma til kominn að draga sig í hlé og gefa öðrum tækifæri. „Ég verð 69 ára á næsta ári og mig langar að vera meira með konu minni og börnum á meðan heilsan er enn góð.“ Halldór var varaþingmaður frá 1971 til 1979 þegar hann hlaut fast þingsæti. Hann var landbúnaðar- og samgönguráðherra 1991-1995 og samgönguráðherra 1995-1999. Þá var hann forseti Alþingis 1999-2005. Halldór er nú formaður utanríkismálanefndar þingsins. „Þetta hefur verið langur en mjög góður tími. Stjórnmál eru krefjandi og þó stundum blási á móti er starf stjórnmálamannsins mjög gott,“ segir Halldór. Hann kveðst hafa náð ýmsu fram á ferli sínum og nefnir í því samhengi jarðgöng til Ólafsfjarðar og Siglufjarðar og Háskólann á Akureyri. Fjögur ár eru síðan Halldór ákvað að þetta kjörtímabil yrði hans síðasta. Hann ætlar að sitja til vors; segist enda alls ekki vera uppgefinn en meiri samvistir við fjölskylduna togi í hann. Halldór þakkar konu sinni, Kristrúnu Eymundsdóttur, fyrir ríkan stuðning í gegnum árin. „Ef maður á ekki góða konu þá getur maður ekki staðið í svona.“
Innlent Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira