Umhverfi skólans hættulegt börnum 21. september 2006 07:30 Leikskólinn Sjáland Aðgengið er mjög slæmt og eiga börn, foreldrar og kennarar í mestu erfiðleikum með að komast að skólanum. M YND/Vilhelm Leikskólabörn leikskólans Sjálands í Garðabæ eru talin í hættu vegna þess að framkvæmdir við aðgengi leikskólans hafa dregist úr hömlu. Að mati stjórnenda skólans átti verktakinn Björgun Bygg sf. að skila viðunandi aðgengi fyrir mörgum mánuðum. Aðstandendur skólans hafa skrifað verktakanum ítrekað til að reka á eftir því að verkið verði klárað en án árangurs. Ída Jensdóttir, leikskólastjóri Sjálands, metur stöðuna svo að leikskólabörnum stafi hætta af illa frágengnum leiðum að skólanum. „Á þriðjudag hugðist Björgun Bygg hefja malbikunarframkvæmdir og lokaði öllum leiðum. Enginn komst leiðar sinnar og slökkvilið og sjúkrabílar hefðu ekki getað athafnað sig.“ Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis sem er eigandi skólans, segir að verktakarnir hafi ekki staðið við gefin loforð. „Við erum búin að bíða í marga mánuði eftir að Björgun Bygg geri hreint fyrir sínum dyrum. Það er með ólíkindum hvernig þessu hefur undið fram.“ Sigurður R. Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar Bygg sf., segist skilja að aðstandendur skólans séu orðnir langeygir eftir því að framkvæmdum ljúki. Hann segir tafirnar vera vegna vatnslagnar sem ekki var búið að ákveða hvar ætti að liggja. „Ég skil að fólkið sé leitt en mér er sagt að gengið verði frá þessu í þessari viku.“ Sigurður segir að sér hafi aðeins borist bréf frá bæjaryfirvöldum, sem hvatt hafi til þess að verkið yrði klárað. Innlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Leikskólabörn leikskólans Sjálands í Garðabæ eru talin í hættu vegna þess að framkvæmdir við aðgengi leikskólans hafa dregist úr hömlu. Að mati stjórnenda skólans átti verktakinn Björgun Bygg sf. að skila viðunandi aðgengi fyrir mörgum mánuðum. Aðstandendur skólans hafa skrifað verktakanum ítrekað til að reka á eftir því að verkið verði klárað en án árangurs. Ída Jensdóttir, leikskólastjóri Sjálands, metur stöðuna svo að leikskólabörnum stafi hætta af illa frágengnum leiðum að skólanum. „Á þriðjudag hugðist Björgun Bygg hefja malbikunarframkvæmdir og lokaði öllum leiðum. Enginn komst leiðar sinnar og slökkvilið og sjúkrabílar hefðu ekki getað athafnað sig.“ Stefán Þórarinsson, stjórnarformaður Nýsis sem er eigandi skólans, segir að verktakarnir hafi ekki staðið við gefin loforð. „Við erum búin að bíða í marga mánuði eftir að Björgun Bygg geri hreint fyrir sínum dyrum. Það er með ólíkindum hvernig þessu hefur undið fram.“ Sigurður R. Helgason, framkvæmdastjóri Björgunar Bygg sf., segist skilja að aðstandendur skólans séu orðnir langeygir eftir því að framkvæmdum ljúki. Hann segir tafirnar vera vegna vatnslagnar sem ekki var búið að ákveða hvar ætti að liggja. „Ég skil að fólkið sé leitt en mér er sagt að gengið verði frá þessu í þessari viku.“ Sigurður segir að sér hafi aðeins borist bréf frá bæjaryfirvöldum, sem hvatt hafi til þess að verkið yrði klárað.
Innlent Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira