Innlent

Gagnagrunnur fyrir handritin

Elliði Vignisson
Elliði Vignisson
Handritin heim er nafn nýs verkefnis sem Vestmannaeyjabær vinnur nú að. Að sögn Elliða Vignissonar bæjarstjóra er fjármögnun þess á lokastigi og snýr framkvæmdin að uppbyggingu gagnagrunns þar sem öll íslensk handrit verða skráð eftir uppruna og innihaldi.

Markmið verkefnisins er að nýta arfleifð handritanna til uppbyggingar menningartengdrar ferðaþjónustu víðs vegar um landið. Verkefnið verður staðsett í Vestmannaeyjum og segir Elliði nauðsynlegt fyrir bæjarfélag með neikvæða íbúaþróun að skapa ný störf, ekki síst á sviði háskólastarfs og ferðaþjónustu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×