Orkuboltarnir á Reykhólum 28. júlí 2006 07:30 Framkvæmdastjórinn við þangið Halldór Óskar Sigurðsson skoðar þangið sem komið hefur verið með að landi. Sjálfur setur hann þang í mat sinn í stað salts líkt og fleiri sveitungar. MYND/jón sigurður Það er sólskin og blíða þegar Jón Sigurður Eyjólfsson kemur akandi að Reykhólum. Þar búa kraftmiklir og sjálfsöruggir sveitungar enda fá þeir auka orku úr þanginu og vissuna úr völunni hans Dalla. "Dæmigerð hjón hér eru karl sem vinnur í Þörungaverksmiðjunni og kona sem vinnur á dvalarheimilinu Barmahlíð," segir Einar Örn Thorlacius, sem senn lætur af störfum sem sveitarstjóri, þegar hann er beðinn um að lýsa lífinu á Reykhólum. 26 manns vinna í Þörungaverksmiðjunni sem er stærsti atvinnurekandinn í hreppnum en svo kemur Barmahlíð þar sem 18 manns vinna. En svo eru það aðrir sem eru að bralla eitthvað á eigin spýtur eins og að framleiða áburð eða stinningarlyf úr þangi.Dalli galdrakarl og stinningarlyfiðSteinunn Lilja Ólafsdóttir og Ebenezer Jensson Þangmjölið sem síðan fer í bjór, varalit, sígarettu eða eitthvað annað vellur á kerruna fyrir aftan þau Ebenezer og Steinunni en þangað til hún fyllist segja þau sögur úr sveitinni.fréttablaðið/jón sigurður"Margir gera gys að þessu og kalla mig Kjartan galdrakarl eftir þessum í Strumpunum," segir Guðjón Dalkvist Gunnarsson eða Dalli eins og hann er kallaður. Blaðamaður kom að honum í skúrnum þar sem hann var að hræra í þangpottinum og minnti í raun nokkuð á umræddan Kjartan. Salan á áburðinum sem unninn er úr þanginu gengur vel en eflaust þekkja margir til þessa vökva sem seldur er í Blómavali og fleiri stöðum undir nafninu Glæðir. "Mest hef ég selt sjö tonn á ári en það verður þó eitthvað aðeins minna í ár. Þessi vökvi styrkir grasið en lætur það ekki spretta neitt meira en ella. Þess vegna er þetta vinsælt á golfvelli og þeir sem reka þá eru nokkrir af mínum stærstu kúnnum."En Dalli hefur áhuga á að styrkja meira en gras og gróður. "Eitt sinn þegar ég var að sjóða þangið setti ég matarsóda út í í stað sóda sem ég nota venjulega og þá var ég kominn með hið besta stinningarefni fyrir karla. Reyndar er ég ógiftur svo ég hafði ekkert með það að gera að rannsaka þetta nánar en eftir því sem ég best veit er þessi blanda eins konar Viagra. Ég ræddi við nokkra gosframleiðendur um að reyna að markaðssetja þetta sem orkudrykki en þeir voru ekki að átta sig á þessu. En kannski næ ég að stinna upp áhugann hjá þeim," segir hann og hlær. Kannski væri það við hæfi að stinningarlyf væri framleitt í sveitinni þar sem áður stóðu Tittlingastaðir og Rúnkhús. Svo ekki sé talað um Barma sem standa þar enn og eru hinir fínustu en þar er torfhús fallegt.Rýnt í framtíðinaDalli spyr völuna Guðjón Dalkvist Gunnarsson fer með þuluna og spyr svo völuna hvort veðrið verði gott í Reykjavík á morgun. Hún kvað svo mundu verða og þá er það bara að sjá hvort eitthvað vit sé í völunni sem hann er að markaðssetja.fréttablaðið/jón sigurðurEinnig hefur Dalli hafið framleiðslu á völu eins og þeirri sem forfeður okkar notuðu við völu-spá. "Þetta er í raun lítið kindabein í liðnum þar sem fótleggur og lærleggur mætast." Því næst sýnir hann blaðamanni hvernig valan er notuð. Hann rennir henni um hvirfilinn nokkra stund, hallar höfðinu aftur og setur hana milli augna sér og þylur: "Spákona, ég spyr þig! Ég skal þig með gullinu gleðja og silfrinu seðja ef þú segir mér satt. Annars skaltu í eldi brenna ef þú skrökvar að mér." Því næst spyr hann hvort veðrið verði gott í Reykjavík á laugardag, það er að segja á morgun. Þá reisir hann höfuðið svo valan fellur til jarðar og lendir með holuna upp sem þýðir já. Borgarbúar geta svo séð á morgun hvort eitthvað vit sé í völunni. Sjávarþang í bjór, varalit og sígaretturRétt úti fyrir strönd Reykhóla er Karlsey en þar stendur Þörungaverksmiðjan. Þegar blaðamann bar að voru Ebenezer Jensson og Steinunn Lilja Ólafsdóttir að skipa út þangmjöli. "Þetta er notað alveg í ólíklegustu hluti," segir Ebenezer. "Mér er minnisstætt þegar hingað komu hjón og konan kvartaði mikið undan lyktinni sem er af þessu en þá svaraði karlinn: "Þú lætur ekki svona þegar þú ert að maka þessu framan í þig." En það vill svo til að mjölið er notað í varalit og alls konar snyrtiduft sem konurnar setja framan í sig. Einnig er það komið í lög í Bandaríkjunum að sígarettur verða að hafa efni sem meðal annars er unnið úr þessu mjöli og gerir það að verkum að hún verður sjálfslökkvandi." Halldór Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri bætir við að mjölið sé notað í efni sem er sett í bjór til að hann freyði meira. Mest er þó mjölið notað í fæðubótarefni og áburð. "Ég borða einnig þurrkað og malað klóþang líkt og aðrir hér. Ég set þetta út á mat í staðinn fyrir salt." segir Halldór. "Það er kannski þess vegna sem íbúarnir hérna hafa alltaf verið eins og gangandi orkuboltar," segir Ebenezer og fer að segja sögur af grófara taginu úr sveitinni af kvennamanni miklum frá árum áður sem átti 14 skilgetin börn með fjórum konum og mörg börn vinnukvenna í sveitinni báru svip hans. Þessar sögur eru ekki eftir hafandi hér en þær væru vissulega góð áminning til þeirra sem ætla að fara að borða þang eða önnur stinningarlyf. Innlent Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira
Það er sólskin og blíða þegar Jón Sigurður Eyjólfsson kemur akandi að Reykhólum. Þar búa kraftmiklir og sjálfsöruggir sveitungar enda fá þeir auka orku úr þanginu og vissuna úr völunni hans Dalla. "Dæmigerð hjón hér eru karl sem vinnur í Þörungaverksmiðjunni og kona sem vinnur á dvalarheimilinu Barmahlíð," segir Einar Örn Thorlacius, sem senn lætur af störfum sem sveitarstjóri, þegar hann er beðinn um að lýsa lífinu á Reykhólum. 26 manns vinna í Þörungaverksmiðjunni sem er stærsti atvinnurekandinn í hreppnum en svo kemur Barmahlíð þar sem 18 manns vinna. En svo eru það aðrir sem eru að bralla eitthvað á eigin spýtur eins og að framleiða áburð eða stinningarlyf úr þangi.Dalli galdrakarl og stinningarlyfiðSteinunn Lilja Ólafsdóttir og Ebenezer Jensson Þangmjölið sem síðan fer í bjór, varalit, sígarettu eða eitthvað annað vellur á kerruna fyrir aftan þau Ebenezer og Steinunni en þangað til hún fyllist segja þau sögur úr sveitinni.fréttablaðið/jón sigurður"Margir gera gys að þessu og kalla mig Kjartan galdrakarl eftir þessum í Strumpunum," segir Guðjón Dalkvist Gunnarsson eða Dalli eins og hann er kallaður. Blaðamaður kom að honum í skúrnum þar sem hann var að hræra í þangpottinum og minnti í raun nokkuð á umræddan Kjartan. Salan á áburðinum sem unninn er úr þanginu gengur vel en eflaust þekkja margir til þessa vökva sem seldur er í Blómavali og fleiri stöðum undir nafninu Glæðir. "Mest hef ég selt sjö tonn á ári en það verður þó eitthvað aðeins minna í ár. Þessi vökvi styrkir grasið en lætur það ekki spretta neitt meira en ella. Þess vegna er þetta vinsælt á golfvelli og þeir sem reka þá eru nokkrir af mínum stærstu kúnnum."En Dalli hefur áhuga á að styrkja meira en gras og gróður. "Eitt sinn þegar ég var að sjóða þangið setti ég matarsóda út í í stað sóda sem ég nota venjulega og þá var ég kominn með hið besta stinningarefni fyrir karla. Reyndar er ég ógiftur svo ég hafði ekkert með það að gera að rannsaka þetta nánar en eftir því sem ég best veit er þessi blanda eins konar Viagra. Ég ræddi við nokkra gosframleiðendur um að reyna að markaðssetja þetta sem orkudrykki en þeir voru ekki að átta sig á þessu. En kannski næ ég að stinna upp áhugann hjá þeim," segir hann og hlær. Kannski væri það við hæfi að stinningarlyf væri framleitt í sveitinni þar sem áður stóðu Tittlingastaðir og Rúnkhús. Svo ekki sé talað um Barma sem standa þar enn og eru hinir fínustu en þar er torfhús fallegt.Rýnt í framtíðinaDalli spyr völuna Guðjón Dalkvist Gunnarsson fer með þuluna og spyr svo völuna hvort veðrið verði gott í Reykjavík á morgun. Hún kvað svo mundu verða og þá er það bara að sjá hvort eitthvað vit sé í völunni sem hann er að markaðssetja.fréttablaðið/jón sigurðurEinnig hefur Dalli hafið framleiðslu á völu eins og þeirri sem forfeður okkar notuðu við völu-spá. "Þetta er í raun lítið kindabein í liðnum þar sem fótleggur og lærleggur mætast." Því næst sýnir hann blaðamanni hvernig valan er notuð. Hann rennir henni um hvirfilinn nokkra stund, hallar höfðinu aftur og setur hana milli augna sér og þylur: "Spákona, ég spyr þig! Ég skal þig með gullinu gleðja og silfrinu seðja ef þú segir mér satt. Annars skaltu í eldi brenna ef þú skrökvar að mér." Því næst spyr hann hvort veðrið verði gott í Reykjavík á laugardag, það er að segja á morgun. Þá reisir hann höfuðið svo valan fellur til jarðar og lendir með holuna upp sem þýðir já. Borgarbúar geta svo séð á morgun hvort eitthvað vit sé í völunni. Sjávarþang í bjór, varalit og sígaretturRétt úti fyrir strönd Reykhóla er Karlsey en þar stendur Þörungaverksmiðjan. Þegar blaðamann bar að voru Ebenezer Jensson og Steinunn Lilja Ólafsdóttir að skipa út þangmjöli. "Þetta er notað alveg í ólíklegustu hluti," segir Ebenezer. "Mér er minnisstætt þegar hingað komu hjón og konan kvartaði mikið undan lyktinni sem er af þessu en þá svaraði karlinn: "Þú lætur ekki svona þegar þú ert að maka þessu framan í þig." En það vill svo til að mjölið er notað í varalit og alls konar snyrtiduft sem konurnar setja framan í sig. Einnig er það komið í lög í Bandaríkjunum að sígarettur verða að hafa efni sem meðal annars er unnið úr þessu mjöli og gerir það að verkum að hún verður sjálfslökkvandi." Halldór Óskar Sigurðsson framkvæmdastjóri bætir við að mjölið sé notað í efni sem er sett í bjór til að hann freyði meira. Mest er þó mjölið notað í fæðubótarefni og áburð. "Ég borða einnig þurrkað og malað klóþang líkt og aðrir hér. Ég set þetta út á mat í staðinn fyrir salt." segir Halldór. "Það er kannski þess vegna sem íbúarnir hérna hafa alltaf verið eins og gangandi orkuboltar," segir Ebenezer og fer að segja sögur af grófara taginu úr sveitinni af kvennamanni miklum frá árum áður sem átti 14 skilgetin börn með fjórum konum og mörg börn vinnukvenna í sveitinni báru svip hans. Þessar sögur eru ekki eftir hafandi hér en þær væru vissulega góð áminning til þeirra sem ætla að fara að borða þang eða önnur stinningarlyf.
Innlent Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Fleiri fréttir Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Sjá meira