Breytir miklu fyrir farsímanotendur 26. júlí 2006 07:00 Með farsímann á lofti Lækkun á gjöldum fyrir farsíma skipta notendur miklu máli. MYND/AP Fjarskipti Póst- og fjarskiptastofnun ákvað í gær að leggja þær skyldur á farsímafélögin, að lækka og jafna gjaldskrá fyrir lúkningarverð í eigin GSM-farsímaneti, í 7,49 krónur á mínútu. Með lúkningu er skírskotað til þess hjá hvaða símafélagi símtali lýkur, en símafélögin hafa veitt hvort öðru þjónustuna og taka mismunandi gjöld fyrir símtöl milli neta. Breytingin ætti því að skila sér í lægra símnotkunargjaldi, sem er markmiðið að baki ákvörðuninni. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir um mikla hagsbót vera að ræða fyrir neytendur. Símafyrirtækin fá tvö ár til þess að aðlagast þessum breytingum á heildsölugjaldskrá. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir neytendur, þar sem meginforsendan fyrir mismunandi verðlagningu innan og utan neta, verður ekki til staðar eftir að þessi lækkun hefur gengið í gegn. Lúkningarverð Símans er í dag 8,92 krónur á mínútu og tengigjaldið 0,68 krónur. Hjá Og Vodafone er meðal lúkningargjaldið 12,1 krónur á mínútuna og tengigjaldið 0,99 krónur. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, fagnar breytingunni. Við teljum þessa breytingu vera til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, og fögnum henni. Og Vodafone, sem staðið hefur fyrir öflugri samkeppni í fjarskiptum og átt stóran þátt í því að lækka verð til neytenda, styður heilshugar allar aðgerðir sem eru til hagsbóta fyrir þá. Og Vodafone hefur hins vegar verulegar áhyggjur af því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, um lúkningarverð í farsímakerfum, komi til með að draga úr samkeppni til lengri tíma. Fyrirtækið telur að stofnunina skorti fullnægjandi forsendur enda byggir hún á verðsamanburði við stór alþjóðleg fyrirtæki. Þá liggur fyrir að Eftirlitsstofnun EFTA gerði alvarlegar athugasemdir við aðferðafræði Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. Hann segir jafnframt að af þessum sökum íhugi Og Vodafone alvarlega að skjóta málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar leggst tengigjaldið alfarið af. Fyrsta lækkun á lúkningargjaldinu er 1. september á þessu ári, önnur lækkun 1. júní á næsta ári, þriðja lækkun 1. desember sama ár og síðasta lækkun 1. júní 2008. Innlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Fjarskipti Póst- og fjarskiptastofnun ákvað í gær að leggja þær skyldur á farsímafélögin, að lækka og jafna gjaldskrá fyrir lúkningarverð í eigin GSM-farsímaneti, í 7,49 krónur á mínútu. Með lúkningu er skírskotað til þess hjá hvaða símafélagi símtali lýkur, en símafélögin hafa veitt hvort öðru þjónustuna og taka mismunandi gjöld fyrir símtöl milli neta. Breytingin ætti því að skila sér í lægra símnotkunargjaldi, sem er markmiðið að baki ákvörðuninni. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir um mikla hagsbót vera að ræða fyrir neytendur. Símafyrirtækin fá tvö ár til þess að aðlagast þessum breytingum á heildsölugjaldskrá. Þetta er mikið hagsmunamál fyrir neytendur, þar sem meginforsendan fyrir mismunandi verðlagningu innan og utan neta, verður ekki til staðar eftir að þessi lækkun hefur gengið í gegn. Lúkningarverð Símans er í dag 8,92 krónur á mínútu og tengigjaldið 0,68 krónur. Hjá Og Vodafone er meðal lúkningargjaldið 12,1 krónur á mínútuna og tengigjaldið 0,99 krónur. Eva Magnúsdóttir, upplýsingafulltrúi Símans, fagnar breytingunni. Við teljum þessa breytingu vera til hagsbóta fyrir viðskiptavini okkar, og fögnum henni. Og Vodafone, sem staðið hefur fyrir öflugri samkeppni í fjarskiptum og átt stóran þátt í því að lækka verð til neytenda, styður heilshugar allar aðgerðir sem eru til hagsbóta fyrir þá. Og Vodafone hefur hins vegar verulegar áhyggjur af því að ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar, um lúkningarverð í farsímakerfum, komi til með að draga úr samkeppni til lengri tíma. Fyrirtækið telur að stofnunina skorti fullnægjandi forsendur enda byggir hún á verðsamanburði við stór alþjóðleg fyrirtæki. Þá liggur fyrir að Eftirlitsstofnun EFTA gerði alvarlegar athugasemdir við aðferðafræði Póst- og fjarskiptastofnunar, segir Árni Pétur Jónsson, forstjóri Og Vodafone. Hann segir jafnframt að af þessum sökum íhugi Og Vodafone alvarlega að skjóta málinu til úrskurðarnefndar fjarskipta- og póstmála. Samkvæmt ákvörðun Póst- og fjarskiptastofnunar leggst tengigjaldið alfarið af. Fyrsta lækkun á lúkningargjaldinu er 1. september á þessu ári, önnur lækkun 1. júní á næsta ári, þriðja lækkun 1. desember sama ár og síðasta lækkun 1. júní 2008.
Innlent Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira