Bóndi segir hækkun á leigu sanngjarna 23. júlí 2006 07:15 Framkvæmdir við golfvöll í Skorradal Fyrstu níu holurnar í golfvelli í landi Indriðastaða verða tilbúnar næsta sumar. Á myndinni er horft yfir svæðið þar sem níunda holan verður. myndir/Sveinn Steindórsson „Það er liðin tíð og fortíðarhyggja að ætla bændum að búa með nokkrar kýr og tvö hundruð kindur,“ segir Inger Helgadóttir, bóndi á Indriðastöðum og landeigandi sumarhúsalóða í Skorradal. Inger hefur selt kaupsýslumanninum Jóni Sandholt helminginn á móti sér í Indriðastöðum. Leigusamningar á um tuttugu lóðum runnu nýverið út og hefur verið gengið frá endurnýjun þeirra við flesta. Níutíu prósent ákváðu að kaupa sumarhúsalóðirnar. Hjá þeim sem vildu leigja hækkaði leigan úr tuttugu þúsundum á ári í ríflega hundrað þúsund. Nýverið seldu þau 48 lóðir undir ný sumarhús, frá 1,8 milljónum allt upp í fimm milljónir fyrir þær stærstu. „Ég get ekki séð að það sé mikil hækkun á 25 ára tímabili,“ segir Inger. Tímarnir séu breyttir: „Bæði er meiri ásókn í land og verðið fylgir eftirspurninni eins og annað. Margir virðast álíta að bændur séu baggi á samfélaginu og því eigi spurn eftir landi þeirra og lóðum ekki að lúta sömu lögmálum og hjá öðrum. Svo er ekki.“ Inger segist þó skilja að fólk sé óánægt með að verðið hækki fimmfalt með nýja samningnum. Hún bendir hins vegar á að sumarhúsin sjálf og notkun á þeim hafi breyst frá því að þeir fyrstu byggðu. Kröfurnar séu aðrar. Verðið sem þau Jón bjóði sé sanngjarnt, og segir hann það um fimmtíu til sextíu prósent af því sem aðrir í dalnum hafi selt á. Jón segir þau Inger svara kalli um aukna þjónustu með uppbyggingu á svæðinu. Þau reisi til að mynda níu holu golfvöll sem verði stækkaður. Hann kosti á annað hundrað milljónir. Jón staðfestir frásögn framkvæmdastjóra Landssambands sumarhúsaeigenda, sem sagði frá mönnum sem keyptu lóðir af bændum og byðu sumarhúsaeigendum til kaups á allt að tíu milljónir eftir að samningar væru útrunnir. „Ég þekki tvö dæmi þar sem menn eru í viðskiptunum til þess að ná sér í pening. Ég skil óánægju fólks vel sem lendir í klónum á svoleiðis mönnum,“ segir Jón. Þau Inger hafi hins vegar ákveðið að vinna með fólkinu. Þetta sé lifibrauð Inger og áhugamál hans: „Áhugi minn á svæðinu hófst þegar ég keypti lóð í landi Indriðastaða og endurbyggði gamlan sumarbústað. Ég hef hugsað mér að búa hérna sjálfur þegar hægist um hjá mér. Ég vil geta litið framan í nágrannana.“ Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
„Það er liðin tíð og fortíðarhyggja að ætla bændum að búa með nokkrar kýr og tvö hundruð kindur,“ segir Inger Helgadóttir, bóndi á Indriðastöðum og landeigandi sumarhúsalóða í Skorradal. Inger hefur selt kaupsýslumanninum Jóni Sandholt helminginn á móti sér í Indriðastöðum. Leigusamningar á um tuttugu lóðum runnu nýverið út og hefur verið gengið frá endurnýjun þeirra við flesta. Níutíu prósent ákváðu að kaupa sumarhúsalóðirnar. Hjá þeim sem vildu leigja hækkaði leigan úr tuttugu þúsundum á ári í ríflega hundrað þúsund. Nýverið seldu þau 48 lóðir undir ný sumarhús, frá 1,8 milljónum allt upp í fimm milljónir fyrir þær stærstu. „Ég get ekki séð að það sé mikil hækkun á 25 ára tímabili,“ segir Inger. Tímarnir séu breyttir: „Bæði er meiri ásókn í land og verðið fylgir eftirspurninni eins og annað. Margir virðast álíta að bændur séu baggi á samfélaginu og því eigi spurn eftir landi þeirra og lóðum ekki að lúta sömu lögmálum og hjá öðrum. Svo er ekki.“ Inger segist þó skilja að fólk sé óánægt með að verðið hækki fimmfalt með nýja samningnum. Hún bendir hins vegar á að sumarhúsin sjálf og notkun á þeim hafi breyst frá því að þeir fyrstu byggðu. Kröfurnar séu aðrar. Verðið sem þau Jón bjóði sé sanngjarnt, og segir hann það um fimmtíu til sextíu prósent af því sem aðrir í dalnum hafi selt á. Jón segir þau Inger svara kalli um aukna þjónustu með uppbyggingu á svæðinu. Þau reisi til að mynda níu holu golfvöll sem verði stækkaður. Hann kosti á annað hundrað milljónir. Jón staðfestir frásögn framkvæmdastjóra Landssambands sumarhúsaeigenda, sem sagði frá mönnum sem keyptu lóðir af bændum og byðu sumarhúsaeigendum til kaups á allt að tíu milljónir eftir að samningar væru útrunnir. „Ég þekki tvö dæmi þar sem menn eru í viðskiptunum til þess að ná sér í pening. Ég skil óánægju fólks vel sem lendir í klónum á svoleiðis mönnum,“ segir Jón. Þau Inger hafi hins vegar ákveðið að vinna með fólkinu. Þetta sé lifibrauð Inger og áhugamál hans: „Áhugi minn á svæðinu hófst þegar ég keypti lóð í landi Indriðastaða og endurbyggði gamlan sumarbústað. Ég hef hugsað mér að búa hérna sjálfur þegar hægist um hjá mér. Ég vil geta litið framan í nágrannana.“
Innlent Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira