Fánar, trumbur og fjölmenn reið 22. júlí 2006 16:00 Rúmlega fjörutíu Reiðmenn bera fjölskrúðuga fána Tilkomumikið sjónarspil á Skálholtshátíð á morgun. mynd/halldór ásgeirsson Myndlistarmaðurinn Halldór Ásgeirsson hefur fengið til liðs við sig rúmlega fjörutíu hestamenn sem á morgun munu fullkomna myndverk hans sem sett verður upp í tengslum við Skálholtshátíð. Verkefnið er búið að eiga sér talsverðan aðdraganda en Halldór útskýrir að hann hafi snemma séð fyrir sér hópreið hestamanna með fána þegar hann var beðinn um að skipuleggja myndlistarverk í tengslum við Skálholtshátíð. „Þetta er eins konar samblanda af samúræja- og víkingasýnum,“ segir hann sposkur en Halldór hefur starfað mikið í Japan og kveðst vera „jójó milli þessara tveggja eyja“. Nú fara menn um héruð í uppsveitum Árnessýslu og leita að fleiri hrossum því fjörutíu og fjögur þarf til þess að bera jafnmarga fána sem Halldór hefur hannað af þessu tilefni. „Fánarnir eru í líkamsstærð og verða festir á þriggja metra langar álstangir sem hestamennirnir bera en verður síðan komið fyrir í fánaborg fyrir neðan kirkjuna.“ Talan fjörutíu og fjórir vísar síðan til biskupanna sem verið hafa í Skálholti. Verkið hefst á gjörningnum kl. 13 á morgun þar sem hestamennirnir fjörutíu og fjórir koma ríðandi að Skálholti með fánana við trumbuundirleik. „Ég sá fyrir mér japanskar trumbur, þessar risavöxnu parabólur sem Steintryggur notar og fékk þá til liðs við mig. Þeir munu byrja að berja trumburnar sem verða undanfari hófadynsins og þegar hestareiðin færist nær draga þeir úr sínum hljóðum. Við verðum líka að passa upp á að fæla ekki hestana.“ Halldór hefur verið að safna myndefni á fánana og leitar víða fanga. „Ég sæki í Íslandssöguna, gömul tákn og skjaldarmekri, kristileg og trúarleg tákn en einnig mín eigin tákn og teikningar. Einn fáninn verður síðan með skjaldarmerkjum nútímans - vörumerkjum,“ segir Halldór og vísar til fána sem verður skreyttur Bónussvíninu og hinu fræga Morgunblaðs „M-i“. Hópreiðin verður án efa mjög tilkomumikil en listamaðurinn vonast vitanlega til þess að veðurguðirnir verði til friðs. „Hestamennirnir munu síðan stoppa fyrir neðan kirkjuna þar sem Gunnar Eyjólfsson mun lesa Ísleifs þátt úr biskupasögunum og síðan gengur fólk til messu inn í kirkjunni en á meðan kem ég fánunum fyrir í fánaborg fyrir eðan kirkjuna sem blasir við þegar kirkjugestir koma út.“ Fánaborgin mun síðan standa fram í ágústmánuð svo aðrir Skálholtsgestir geta einnig barið hana augum. Halldór hefur í nógu að snúast því hann á einnig óvenjulegt verk á sumarsýningunni „Hin blíðu hraun“ í Hafnarborg þar sem hann glímir við óvenjulegan klump úr vikursteini sem hann umbreytir sjálfur með hjálp logsuðutækis. Mannhæðarhár múraður steinkassi býður hans í Hafnarfirðinum en honum ætlar Halldór að breyta í gljáandi glerung og er kominn nokkuð áleiðis. „Ég þarf kannski að huga að stórvirkari tækjum,“ segir hann bjartsýnn. Áhugasamir geta séð listamanninn að störfum á laugardögum í ágústmánuði. Menning Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Myndlistarmaðurinn Halldór Ásgeirsson hefur fengið til liðs við sig rúmlega fjörutíu hestamenn sem á morgun munu fullkomna myndverk hans sem sett verður upp í tengslum við Skálholtshátíð. Verkefnið er búið að eiga sér talsverðan aðdraganda en Halldór útskýrir að hann hafi snemma séð fyrir sér hópreið hestamanna með fána þegar hann var beðinn um að skipuleggja myndlistarverk í tengslum við Skálholtshátíð. „Þetta er eins konar samblanda af samúræja- og víkingasýnum,“ segir hann sposkur en Halldór hefur starfað mikið í Japan og kveðst vera „jójó milli þessara tveggja eyja“. Nú fara menn um héruð í uppsveitum Árnessýslu og leita að fleiri hrossum því fjörutíu og fjögur þarf til þess að bera jafnmarga fána sem Halldór hefur hannað af þessu tilefni. „Fánarnir eru í líkamsstærð og verða festir á þriggja metra langar álstangir sem hestamennirnir bera en verður síðan komið fyrir í fánaborg fyrir neðan kirkjuna.“ Talan fjörutíu og fjórir vísar síðan til biskupanna sem verið hafa í Skálholti. Verkið hefst á gjörningnum kl. 13 á morgun þar sem hestamennirnir fjörutíu og fjórir koma ríðandi að Skálholti með fánana við trumbuundirleik. „Ég sá fyrir mér japanskar trumbur, þessar risavöxnu parabólur sem Steintryggur notar og fékk þá til liðs við mig. Þeir munu byrja að berja trumburnar sem verða undanfari hófadynsins og þegar hestareiðin færist nær draga þeir úr sínum hljóðum. Við verðum líka að passa upp á að fæla ekki hestana.“ Halldór hefur verið að safna myndefni á fánana og leitar víða fanga. „Ég sæki í Íslandssöguna, gömul tákn og skjaldarmekri, kristileg og trúarleg tákn en einnig mín eigin tákn og teikningar. Einn fáninn verður síðan með skjaldarmerkjum nútímans - vörumerkjum,“ segir Halldór og vísar til fána sem verður skreyttur Bónussvíninu og hinu fræga Morgunblaðs „M-i“. Hópreiðin verður án efa mjög tilkomumikil en listamaðurinn vonast vitanlega til þess að veðurguðirnir verði til friðs. „Hestamennirnir munu síðan stoppa fyrir neðan kirkjuna þar sem Gunnar Eyjólfsson mun lesa Ísleifs þátt úr biskupasögunum og síðan gengur fólk til messu inn í kirkjunni en á meðan kem ég fánunum fyrir í fánaborg fyrir eðan kirkjuna sem blasir við þegar kirkjugestir koma út.“ Fánaborgin mun síðan standa fram í ágústmánuð svo aðrir Skálholtsgestir geta einnig barið hana augum. Halldór hefur í nógu að snúast því hann á einnig óvenjulegt verk á sumarsýningunni „Hin blíðu hraun“ í Hafnarborg þar sem hann glímir við óvenjulegan klump úr vikursteini sem hann umbreytir sjálfur með hjálp logsuðutækis. Mannhæðarhár múraður steinkassi býður hans í Hafnarfirðinum en honum ætlar Halldór að breyta í gljáandi glerung og er kominn nokkuð áleiðis. „Ég þarf kannski að huga að stórvirkari tækjum,“ segir hann bjartsýnn. Áhugasamir geta séð listamanninn að störfum á laugardögum í ágústmánuði.
Menning Mest lesið „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Fleiri fréttir „Grunar að hann hafi bara vitað upp á hár hvað væri að fara að gerast“ Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“