Flöskuháls í skólakerfinu 19. júlí 2006 07:30 Hjálmar H. Ragnarsson Rektor Listaháskóla Íslands segir mikilvægt að fá betri listnema úr framhaldsskólunum. Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, er hæstánægður með niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms sem menntamálaráðherra kynnti á dögunum. Hann segir framhaldsskólastigið vera flöskuháls í skólakerfinu þegar kemur að listnámi. Við fögnum því hvernig þessi nefnd hefur tekið á málum og er að opna möguleika fyrir fólk, einmitt með listmenntum á bakinu, að eiga auðveldari leið í háskóla, segir Hjálmar. Ég tel að stúdentspróf hafi verið alltof bóknámsmiðað hingað til og fyrst og fremst vonast ég til þess að þetta verði til þess að þáttur listnáms í framhaldsskólanum verði aukinn. Það er afar mikilvægt því að veikasti hlekkur listnáms á landinu er á framhaldsskólastiginu. Hjálmar segir mikilvægt að fá betri listnema úr framhaldsskólunum vegna þess að þeir séu í beinni samkeppni við erlenda nema. Íslenskar umsóknir verða að vera samkeppnishæfar. Það koma mjög góðar umsóknir að utan og það er eitthvað sem við verðum að vera meðvituð um hér. Þegar það er samkeppni um að komast inn í skóla þá velur skólinn auðvitað sterkustu umsækjendurna. Hagsmunaráð framhaldsskólanema, sem barist hefur ötullega gegn styttingu náms til stúdentsprófs, fagnar tillögunum. Hagsmunaráð fagnar því að í tillögunum virðist horfið frá skerðingu náms til stúdentsprófs. Hagsmunaráð styður hugmyndir nefndarinnar um aukið valfrelsi til náms á framhaldsskólastigi. Í fréttatilkynningu frá hagsmunaráðinu ítrekar það þó mikilvægi þess að vel verði að málum staðið, tillögurnar verði ræddar frekar og útfærsla framkvæmdarinnar verði betur skilgreind. Jafnframt er þess krafist að nemendur og kennarar verði hafðir með í ráðum og fái að koma að undirbúningi. Þá er skorað á menntamálaráðherra að hverfa frá áformum um styttingu náms til stúdentsprófs og beiti sér frekar fyrir auknu frelsi innan framhaldsskólanna. Innlent Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira
Hjálmar H. Ragnarsson, rektor Listaháskóla Íslands, er hæstánægður með niðurstöður nefndar um eflingu starfsnáms sem menntamálaráðherra kynnti á dögunum. Hann segir framhaldsskólastigið vera flöskuháls í skólakerfinu þegar kemur að listnámi. Við fögnum því hvernig þessi nefnd hefur tekið á málum og er að opna möguleika fyrir fólk, einmitt með listmenntum á bakinu, að eiga auðveldari leið í háskóla, segir Hjálmar. Ég tel að stúdentspróf hafi verið alltof bóknámsmiðað hingað til og fyrst og fremst vonast ég til þess að þetta verði til þess að þáttur listnáms í framhaldsskólanum verði aukinn. Það er afar mikilvægt því að veikasti hlekkur listnáms á landinu er á framhaldsskólastiginu. Hjálmar segir mikilvægt að fá betri listnema úr framhaldsskólunum vegna þess að þeir séu í beinni samkeppni við erlenda nema. Íslenskar umsóknir verða að vera samkeppnishæfar. Það koma mjög góðar umsóknir að utan og það er eitthvað sem við verðum að vera meðvituð um hér. Þegar það er samkeppni um að komast inn í skóla þá velur skólinn auðvitað sterkustu umsækjendurna. Hagsmunaráð framhaldsskólanema, sem barist hefur ötullega gegn styttingu náms til stúdentsprófs, fagnar tillögunum. Hagsmunaráð fagnar því að í tillögunum virðist horfið frá skerðingu náms til stúdentsprófs. Hagsmunaráð styður hugmyndir nefndarinnar um aukið valfrelsi til náms á framhaldsskólastigi. Í fréttatilkynningu frá hagsmunaráðinu ítrekar það þó mikilvægi þess að vel verði að málum staðið, tillögurnar verði ræddar frekar og útfærsla framkvæmdarinnar verði betur skilgreind. Jafnframt er þess krafist að nemendur og kennarar verði hafðir með í ráðum og fái að koma að undirbúningi. Þá er skorað á menntamálaráðherra að hverfa frá áformum um styttingu náms til stúdentsprófs og beiti sér frekar fyrir auknu frelsi innan framhaldsskólanna.
Innlent Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Fleiri fréttir Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Sjá meira