Innlent

Mátti ekki vera að því að láta sekta sig

MYND/Valgarður

Tæplega þrítugur karlmaður á yfir höfði sér 50 þúsund króna sekt eftir að hann var stöðvaður fyrir að aka á 140 kílómetra hraða á Kringlumýrarbraut um miðjan dag í gær. Fram kemur í frétt frá lögreglunni að maðurinn hafi beðið lögreglu á vettvangi um að líta fram hjá þessu broti því hann væri á hraðferð og hefði ekki tíma til að ræða við þá.

Maðurinn hefur verið stöðvaður fimm sinnum fyrir hraðakstur frá því seinni hluta júlímánaðar en sektargreiðslan fyrir öll þessi brot nemur tæplega 200 þúsundum krónum. Í þremur tilvikum hefur maðurinn gerst sekur um ofsaakstur. Segir lögregla að manninn megi með réttu kalla síbrotamann í umferðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×