Telja núverandi varnafyrirkomulag ófullnægjandi 29. nóvember 2006 18:56 Góðar líkur eru á að norski flugherinn hefji reglubundið eftirlitsflug um íslenska lofthelgi. Danir, Bretar og Kanadamenn eru einnig áhugasamir um varnarsamstarf við Íslendinga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja að þetta sýni að samkomulag Íslands og Bandaríkjanna tryggi ekki varnir landsins. Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins lauk í dag en meðfram hefðbundnum fundarstörfum notuðu gestirnir tímann til ræða önnur mál. Þannig hittust þau Valgerður Sverrisdóttir og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherrar Íslands og Noregs, í morgun og ræddu hugsanlegt varnarsamstarf ríkjanna. Lyktir fundarins voru að norskir embættismenn komi hingað til lands í desember til að kanna aðstæður á Keflavíkurflugvelli með það fyrir augum að hingað geti hafist reglubundið æfingaflug norska flughersins. Valgerður ítrekar að málið sé enn á byrjunarstigi en engu að síður sé um mikilvægt skref að ræða. Þá ræddi utanríkisráðherra auk þess við Evrópumálaráðherra Bretlands, utanríkisráðherra Kanada og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Danmerkur og var ákveðið að embættismenn ríkjanna hittust á næstu vikum til frekari viðræðna um hugsanlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Geir H. Haarde forsætisráðherra fagnar þessum þreifingum og er ekki þeirrar skoðunar að þær skarist á við núgildandi fyrirkomulag á vörnum landsins, varnarsamkomulagið við Bandaríkjamenn tryggir varnir á ófriðartímum en Norðmenn geti haldið hér uppi eftirliti þegar friður ríkir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir þessi orð forsætisráðherra afar athyglisverð og þessi tvískipting hafi ekki komið fram á sínum tíma þegar varnarsamkomulagið við Bandaríkin var kynnt á Alþingi. Af því megi draga þá ályktun að það samkomulag tryggi varnir landsins ekki nægilega vel. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, tekur í sama streng og segir einn þátt málsins vera þann að að Norðmenn ætli að seilast hér til áhrifa og það gegn greiðslu. Annar þáttur sé hversu ósamstíga ríkisstjórnin er í því, á meðan Geir leggi áherslu á samstarf við Bandaríkin horfi Valgerður til nágrannaþjóðanna í Evrópu. Fréttir Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
Góðar líkur eru á að norski flugherinn hefji reglubundið eftirlitsflug um íslenska lofthelgi. Danir, Bretar og Kanadamenn eru einnig áhugasamir um varnarsamstarf við Íslendinga. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar segja að þetta sýni að samkomulag Íslands og Bandaríkjanna tryggi ekki varnir landsins. Leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins lauk í dag en meðfram hefðbundnum fundarstörfum notuðu gestirnir tímann til ræða önnur mál. Þannig hittust þau Valgerður Sverrisdóttir og Jonas Gahr Støre, utanríkisráðherrar Íslands og Noregs, í morgun og ræddu hugsanlegt varnarsamstarf ríkjanna. Lyktir fundarins voru að norskir embættismenn komi hingað til lands í desember til að kanna aðstæður á Keflavíkurflugvelli með það fyrir augum að hingað geti hafist reglubundið æfingaflug norska flughersins. Valgerður ítrekar að málið sé enn á byrjunarstigi en engu að síður sé um mikilvægt skref að ræða. Þá ræddi utanríkisráðherra auk þess við Evrópumálaráðherra Bretlands, utanríkisráðherra Kanada og ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytis Danmerkur og var ákveðið að embættismenn ríkjanna hittust á næstu vikum til frekari viðræðna um hugsanlegt samstarf í öryggis- og varnarmálum. Geir H. Haarde forsætisráðherra fagnar þessum þreifingum og er ekki þeirrar skoðunar að þær skarist á við núgildandi fyrirkomulag á vörnum landsins, varnarsamkomulagið við Bandaríkjamenn tryggir varnir á ófriðartímum en Norðmenn geti haldið hér uppi eftirliti þegar friður ríkir. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir þessi orð forsætisráðherra afar athyglisverð og þessi tvískipting hafi ekki komið fram á sínum tíma þegar varnarsamkomulagið við Bandaríkin var kynnt á Alþingi. Af því megi draga þá ályktun að það samkomulag tryggi varnir landsins ekki nægilega vel. Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri grænna, tekur í sama streng og segir einn þátt málsins vera þann að að Norðmenn ætli að seilast hér til áhrifa og það gegn greiðslu. Annar þáttur sé hversu ósamstíga ríkisstjórnin er í því, á meðan Geir leggi áherslu á samstarf við Bandaríkin horfi Valgerður til nágrannaþjóðanna í Evrópu.
Fréttir Innlent Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent