Erlent

Pandabirnir fá nýtt heimili

MYND/AP

Þrír árs gamlir pandabirnir voru fluttir í ný heimkynni í gær. Birnirnir hafa hingað til dvalið í sérstakri miðstöð en eru nú fluttir í dýragarð í Sjanghæ.

Fyrst skelltu birnirnir Rongron, Honghong og Yaya sér í flugferð og síðan var þeim ekið sem leið lá á nýjan dvalarstað. Með þeim í för var starfsmaður dýragarðsins sem hefur verið með björnunum frá því þeir komu í heiminn.

Aðeins er talið að um þúsund pandabirni sé að finna villta í fjallahéruðum suðvestur Kína. Þeim til viðbótar er sagt að rúmlega hundrað birnir séu í dýragörðum víða um heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×