Verulegar áhyggjur af styrkleika krónunnar 4. desember 2005 06:00 Greiningardeildir bankanna telja að verðbólguhorfur séu enn slæmar þó þær hafi batnað frá því í haust. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 25 punkta á föstudaginn og var það heldur lægri hækkun en búist var við. Greiningardeild KB banka segir að hækkunin sé á mörkum þess að vera í samræmi við fyrri yfirlýsingar Seðlabankans. Hætta sé á því að svo lítil hækkun komi niður á trúverðugleika bankans. Greining Landsbankans bendir á að á næstunni verði Seðlabankinn að haga peningastefnunni þannig að aðlögun gengis leiði ekki til meiri verðbólgu. Ef útgáfa skuldabréfa taki ekki við sér í desember má gera ráð fyrir að krónan sígi áfram. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir að ákvörðun Seðlabankans hafi komið á óvart, sérstaklega í ljósi vaxtahækkana erlendis. Hann telur samt að hækkunin hafi jákvæð áhrif. "Vaxtamuninum er haldið svipuðum milli Íslands og hinna Evrópulandanna sem þýðir að gengið mun eitthvað veikjast í framhaldinu en þetta sýnir að það er áfram sama aðhaldið þó það haldist kannski ekki jafnmikill hraði eða styrkur að hækkunum og hefur verið. Ég held að við hljótum að sjá frekari hækkanir framundan. Nú fer að þrengja meira að lánsfjármagnsmarkaðnum, fjármagnið verður dýrara og vonandi leiðir þetta út í langtímalánin þannig að það slái á þenslu á fasteignamarkaði," segir Tryggvi Þór. "Ég var að vonast til að Seðlabankinn myndi bíða með frekari vaxtahækkanir í bili. Það eru teikn á loft um að það slái á verðbólguna núna. Við höfum verulegar áhyggjur af því hvað gengið er sterkt og stýrivaxtahækkanir ýta undir að það haldi áfram að vera sterkt eða styrkist enn frekar. Veruleg vandræði eru hjá útflutnings- og samkeppnisgreinunum, hátæknigreinarnar, sem byggja sinn rekstur á tekjum í erelndri mynt, eiga undir högg að sækja, Hjartavernd hefur sagt upp fólki og Medcare Flaga er að flytja starfsemina úr landi. Við þessar aðstæður skiptir miklu máli að vinna gegn því að krónan sé svona ofursterk," segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vaxtahækkunin hafi verið skynsamleg. Forystumenn í atvinnulífinu hafi haft áhyggjur af því að of miklar vaxtahækkanir, sem hafi skilað sér í gegnum hátt gengi krónunnar, séu farnar að valda of miklu tjóni í atvinnulífinu og því sé ekki þörf á þeim. "Við teljum það jákvætt að bankinn skuli meta stöðuna með þessum hætti og taka mið af breytingum sem við teljum að hafi orðið í atvinnulífinu," segir hann. Innlent Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira
Greiningardeildir bankanna telja að verðbólguhorfur séu enn slæmar þó þær hafi batnað frá því í haust. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 25 punkta á föstudaginn og var það heldur lægri hækkun en búist var við. Greiningardeild KB banka segir að hækkunin sé á mörkum þess að vera í samræmi við fyrri yfirlýsingar Seðlabankans. Hætta sé á því að svo lítil hækkun komi niður á trúverðugleika bankans. Greining Landsbankans bendir á að á næstunni verði Seðlabankinn að haga peningastefnunni þannig að aðlögun gengis leiði ekki til meiri verðbólgu. Ef útgáfa skuldabréfa taki ekki við sér í desember má gera ráð fyrir að krónan sígi áfram. Tryggvi Þór Herbertsson, forstöðumaður Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands, segir að ákvörðun Seðlabankans hafi komið á óvart, sérstaklega í ljósi vaxtahækkana erlendis. Hann telur samt að hækkunin hafi jákvæð áhrif. "Vaxtamuninum er haldið svipuðum milli Íslands og hinna Evrópulandanna sem þýðir að gengið mun eitthvað veikjast í framhaldinu en þetta sýnir að það er áfram sama aðhaldið þó það haldist kannski ekki jafnmikill hraði eða styrkur að hækkunum og hefur verið. Ég held að við hljótum að sjá frekari hækkanir framundan. Nú fer að þrengja meira að lánsfjármagnsmarkaðnum, fjármagnið verður dýrara og vonandi leiðir þetta út í langtímalánin þannig að það slái á þenslu á fasteignamarkaði," segir Tryggvi Þór. "Ég var að vonast til að Seðlabankinn myndi bíða með frekari vaxtahækkanir í bili. Það eru teikn á loft um að það slái á verðbólguna núna. Við höfum verulegar áhyggjur af því hvað gengið er sterkt og stýrivaxtahækkanir ýta undir að það haldi áfram að vera sterkt eða styrkist enn frekar. Veruleg vandræði eru hjá útflutnings- og samkeppnisgreinunum, hátæknigreinarnar, sem byggja sinn rekstur á tekjum í erelndri mynt, eiga undir högg að sækja, Hjartavernd hefur sagt upp fólki og Medcare Flaga er að flytja starfsemina úr landi. Við þessar aðstæður skiptir miklu máli að vinna gegn því að krónan sé svona ofursterk," segir Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vaxtahækkunin hafi verið skynsamleg. Forystumenn í atvinnulífinu hafi haft áhyggjur af því að of miklar vaxtahækkanir, sem hafi skilað sér í gegnum hátt gengi krónunnar, séu farnar að valda of miklu tjóni í atvinnulífinu og því sé ekki þörf á þeim. "Við teljum það jákvætt að bankinn skuli meta stöðuna með þessum hætti og taka mið af breytingum sem við teljum að hafi orðið í atvinnulífinu," segir hann.
Innlent Mest lesið Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Fjölskyldur lýsa martraðarkenndri bið Erlent Fleiri fréttir „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sjá meira