Krefst 94 milljóna af Arngrími 24. janúar 2005 00:01 Arngrími Jóhannssyni, stjórnarformanni Atlanta, hefur verið stefnt af eiganda Scandinavian Historic Flight vegna vanefnda á samningi. Stefnufjárhæðin nemur tæplega 94 milljónum króna. Eigandi SHF, Anders K.Saether, hefur átt fyrirtækið, sem er með aðsetur í Ósló, frá árinu 1986. Fyrirtækið og dótturfélag þess í Bandaríkjunum hefur átt og rekið fimm sögulegar flugvélar sem árlega hafa verið sýndar á 20-30 almennum flugsýningum og hersýningum og auk þess notaðar við gerð kvikmynda. Stefnandi byggir mál sitt á þeirri málsástæðu að komist hafi á skuldbindandi samningur á milli hans og Arngríms þann 2. mars sl., sem hvorki hann sjálfur né stefndi geti fallið einhliða frá án frekari afleiðinga. Stefnda beri að efna þennan samning af sinni hálfu. Í stefnunni segir að utanaðkomandi aðstæður hafi leitt til þess að Saethers fór fyrir nokkru að svipast um eftir heppilegum meðeiganda í SHF. Í lok júlí 2003 hafði stefnandi samband við stefnda og spurði hann hvort hann hefði áhuga á því að gerast aðili að SHF. Eftir nokkurn tíma lýsti stefndi yfir ákveðnum áhuga á því að taka þátt í SHF og fylgdi þeim áhuga sínum eftir með tölvupósti og símtölum. Vegna anna gat stefndi ekki heimsótt stefnanda, eins og til stóð haustið 2003. Hann bauð stefnanda hins vegar til Íslands í desember 2003 til að ræða framhald málsins og þáði stefnandi það boð. Að sögn Saethers kom fljótlega í ljós að til staðar var vænlegur grundvöllur fyrir góðu samstarfi á milli aðila og ræddu þeir sín á milli grundvallaratriði samnings og náðu meðal annars samkomulagi um viðmiðunarverð eigna SHF, þ.e. flugvélanna, svo og um efni og framsetningu samstarfssamningsins að öðru leyti. Stefnandi kveðst hafa greint stefnda frá því í smáatriðum hvers vegna honum væri það bráðnauðsynlegt að finna fjárfesti til að koma að rekstri SHF. Hann kveðst jafnframt hafa skýrt honum frá því að tíminn skipti miklu máli og því lengur sem það tæki stefnda að taka ákvörðun þeim mun minni væru möguleikar stefnanda til að finna annan fjárfesti. Að sögn stefnanda notuðu stefnandi og stefndi orðið „partners“ í öllum sínum samskiptum á þessum tímapunkti og handsöluðu sín á milli verðandi samstarfssamning. Að sögn Saethers gaf Arngrímur honum ótvírætt til kynna við margvísleg tilefni fram til 2. mars sl. að hann hefði áhuga á því að verða þátttakandi í félagi hans og staðfesti það endanlega í símtali þann 2. mars. Stefndi tilkynnti stefnanda svo um það hinn 14. mars sl. að ekki gæti orðið af „fyrirhuguðum“ kaupum hans á hlut í félaginu vegna aðstæðna sem hann hefði ekki stjórn á. Saether segir vanefndir stefnda hafa þegar haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir hann persónulega og fyrir fyrirtæki hans. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að efna samning sinn við stefnanda samkvæmt aðalefni þess samnings, þ.e. með greiðslu á jafngildi USD 1.275.000,00 fyrir helmingshlut í SHFA. Miðað við gengi bandaríkjadals hinn 18. maí 2004 (73,66), er lögmaður stefnanda sendi lögmanni stefnda fyrst bréf vegna málsins, nemur stefnufjárhæðin 93.916.500 krónum. Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira
Arngrími Jóhannssyni, stjórnarformanni Atlanta, hefur verið stefnt af eiganda Scandinavian Historic Flight vegna vanefnda á samningi. Stefnufjárhæðin nemur tæplega 94 milljónum króna. Eigandi SHF, Anders K.Saether, hefur átt fyrirtækið, sem er með aðsetur í Ósló, frá árinu 1986. Fyrirtækið og dótturfélag þess í Bandaríkjunum hefur átt og rekið fimm sögulegar flugvélar sem árlega hafa verið sýndar á 20-30 almennum flugsýningum og hersýningum og auk þess notaðar við gerð kvikmynda. Stefnandi byggir mál sitt á þeirri málsástæðu að komist hafi á skuldbindandi samningur á milli hans og Arngríms þann 2. mars sl., sem hvorki hann sjálfur né stefndi geti fallið einhliða frá án frekari afleiðinga. Stefnda beri að efna þennan samning af sinni hálfu. Í stefnunni segir að utanaðkomandi aðstæður hafi leitt til þess að Saethers fór fyrir nokkru að svipast um eftir heppilegum meðeiganda í SHF. Í lok júlí 2003 hafði stefnandi samband við stefnda og spurði hann hvort hann hefði áhuga á því að gerast aðili að SHF. Eftir nokkurn tíma lýsti stefndi yfir ákveðnum áhuga á því að taka þátt í SHF og fylgdi þeim áhuga sínum eftir með tölvupósti og símtölum. Vegna anna gat stefndi ekki heimsótt stefnanda, eins og til stóð haustið 2003. Hann bauð stefnanda hins vegar til Íslands í desember 2003 til að ræða framhald málsins og þáði stefnandi það boð. Að sögn Saethers kom fljótlega í ljós að til staðar var vænlegur grundvöllur fyrir góðu samstarfi á milli aðila og ræddu þeir sín á milli grundvallaratriði samnings og náðu meðal annars samkomulagi um viðmiðunarverð eigna SHF, þ.e. flugvélanna, svo og um efni og framsetningu samstarfssamningsins að öðru leyti. Stefnandi kveðst hafa greint stefnda frá því í smáatriðum hvers vegna honum væri það bráðnauðsynlegt að finna fjárfesti til að koma að rekstri SHF. Hann kveðst jafnframt hafa skýrt honum frá því að tíminn skipti miklu máli og því lengur sem það tæki stefnda að taka ákvörðun þeim mun minni væru möguleikar stefnanda til að finna annan fjárfesti. Að sögn stefnanda notuðu stefnandi og stefndi orðið „partners“ í öllum sínum samskiptum á þessum tímapunkti og handsöluðu sín á milli verðandi samstarfssamning. Að sögn Saethers gaf Arngrímur honum ótvírætt til kynna við margvísleg tilefni fram til 2. mars sl. að hann hefði áhuga á því að verða þátttakandi í félagi hans og staðfesti það endanlega í símtali þann 2. mars. Stefndi tilkynnti stefnanda svo um það hinn 14. mars sl. að ekki gæti orðið af „fyrirhuguðum“ kaupum hans á hlut í félaginu vegna aðstæðna sem hann hefði ekki stjórn á. Saether segir vanefndir stefnda hafa þegar haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir hann persónulega og fyrir fyrirtæki hans. Stefnandi krefst þess að stefndi verði dæmdur til að efna samning sinn við stefnanda samkvæmt aðalefni þess samnings, þ.e. með greiðslu á jafngildi USD 1.275.000,00 fyrir helmingshlut í SHFA. Miðað við gengi bandaríkjadals hinn 18. maí 2004 (73,66), er lögmaður stefnanda sendi lögmanni stefnda fyrst bréf vegna málsins, nemur stefnufjárhæðin 93.916.500 krónum.
Dómsmál Fréttir Innlent Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Sjá meira