Yfirvöld á hættulegri braut 1. október 2005 00:01 "Það að setja lögbann á frekari birtingu efnis fjölmiðla fer ekki gegn tjáningarfrelsi þeirra samkvæmt túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu en að baki slíkrar íhlutunar í störf blaðamanna þurfa að liggja veigamiklar ástæður," segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, lagaprófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Í framhaldinu nefnir Herdís dóm Mannréttindadómstólsins í máli blaðamannsins Goodwin gegn Bretlandi en honum hafði verið gert að gefa upp hver lak í hann trúnaðarskjölum um afkomu stórfyrirtækis. Enda þótt blaðamaðurinn hefði ekki talið fyrirhugaða birtingu efnisins snúast um veigamikla almannahagsmuni heldur að það væri einfaldlega fréttnæmt komst dómsdóllinn að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hefðu brotið á rétti hans. Herdís segist ekki að svo stöddu treysta sér til að meta hvort nógu miklir hagsmunir liggi að baki til að beita 365 prentmiðla lögbanni eins og sýslumaðurinn í Reykjavík ákvað á föstudaginn. "Stóra spurningin er sú hvort borið hafi brýna nauðsyn til að grípa inn í störf fjölmiðlanna með þessum hætti til að vernda rétt þeirra einstaklinga sem fara fram á lögbannið. Eins og Mannréttindadómstóllinn hefur margítrekað er réttur almennings til upplýsinga svo veigamikill að það þarf sterk, málefnaleg rök til að réttlæta svo afgerandi aðgerð." "Mér kemur þetta á óvart, sérstaklega hversu víðtækur úrskurðurinn er," segir Birgir Guðmundsson, blaðamaður og lektor við Háskólann á Akureyri um lögbannið. "Ég man ekki eftir að lögbann hafi áður verið sett við heimildum sem eru þegar komnar á blað. Svo finnst mér harkalegt að sýslumaður geri gögnin upptæk því þar með geta þeir eyðilagt möguleika blaðsins á að halda trúnaði við heimildarmenn. Mér finnst yfirvöld vera komin á mjög hættulega braut " Birgir rifjar upp mál Agnesar Bragadóttur, blaðamanns á Morgunblaðinu, sem á sínum tíma vann mál í Hæstarétti en hún neitaði að gefa upp nafn heimildarmanns síns í fréttum af stöðu Sambands íslenskra samvinnufélaga. "Hæstiréttur mat það svo að almannahagsmunir hefðu vegið þyngra en hagsmunir SÍS. Það mál var talið mikill sigur fyrir vernd heimildarmanna og því er mál föstudagsins bakslag að sama skapi þar sem sömu grundvallarrök eiga við." Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
"Það að setja lögbann á frekari birtingu efnis fjölmiðla fer ekki gegn tjáningarfrelsi þeirra samkvæmt túlkun Mannréttindadómstóls Evrópu en að baki slíkrar íhlutunar í störf blaðamanna þurfa að liggja veigamiklar ástæður," segir dr. Herdís Þorgeirsdóttir, lagaprófessor við Viðskiptaháskólann á Bifröst. Í framhaldinu nefnir Herdís dóm Mannréttindadómstólsins í máli blaðamannsins Goodwin gegn Bretlandi en honum hafði verið gert að gefa upp hver lak í hann trúnaðarskjölum um afkomu stórfyrirtækis. Enda þótt blaðamaðurinn hefði ekki talið fyrirhugaða birtingu efnisins snúast um veigamikla almannahagsmuni heldur að það væri einfaldlega fréttnæmt komst dómsdóllinn að þeirri niðurstöðu að stjórnvöld hefðu brotið á rétti hans. Herdís segist ekki að svo stöddu treysta sér til að meta hvort nógu miklir hagsmunir liggi að baki til að beita 365 prentmiðla lögbanni eins og sýslumaðurinn í Reykjavík ákvað á föstudaginn. "Stóra spurningin er sú hvort borið hafi brýna nauðsyn til að grípa inn í störf fjölmiðlanna með þessum hætti til að vernda rétt þeirra einstaklinga sem fara fram á lögbannið. Eins og Mannréttindadómstóllinn hefur margítrekað er réttur almennings til upplýsinga svo veigamikill að það þarf sterk, málefnaleg rök til að réttlæta svo afgerandi aðgerð." "Mér kemur þetta á óvart, sérstaklega hversu víðtækur úrskurðurinn er," segir Birgir Guðmundsson, blaðamaður og lektor við Háskólann á Akureyri um lögbannið. "Ég man ekki eftir að lögbann hafi áður verið sett við heimildum sem eru þegar komnar á blað. Svo finnst mér harkalegt að sýslumaður geri gögnin upptæk því þar með geta þeir eyðilagt möguleika blaðsins á að halda trúnaði við heimildarmenn. Mér finnst yfirvöld vera komin á mjög hættulega braut " Birgir rifjar upp mál Agnesar Bragadóttur, blaðamanns á Morgunblaðinu, sem á sínum tíma vann mál í Hæstarétti en hún neitaði að gefa upp nafn heimildarmanns síns í fréttum af stöðu Sambands íslenskra samvinnufélaga. "Hæstiréttur mat það svo að almannahagsmunir hefðu vegið þyngra en hagsmunir SÍS. Það mál var talið mikill sigur fyrir vernd heimildarmanna og því er mál föstudagsins bakslag að sama skapi þar sem sömu grundvallarrök eiga við."
Baugsmálið Fréttir Innlent Mest lesið Eldgos hafið Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Eldgos hafið Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira