Ekið á stúlku á Akureyri
Ekið var á 10 ára stúlku á Hörgárbraut á Akureyri um fjögurleytið í dag en slysið átti sér stað þegar stúlkan var að fara yfir gangbraut. Meiðsl stúlkunnar eru talin minni háttar en hún var þó flutt á slysadeild til skoðunar. Lögreglan á Akureyri segir að stúlkan muni að öllum líkindum fara heim að skoðun lokinni.