Jónas hyggst ekki segja af sér 13. desember 2005 21:27 Komið með skemmtibátinn Hörpu til lands eftir slysið. MYND/GVA Jónas Garðarson ætlar ekki að segja af sér formennsku í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Lögregla komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið undir áhrifum áfengis við stýri skemmtibátsins Hörpu þegar hann sökk á Viðeyjarsundi og tvennt lést. Jónas segist hafa ýmislegt að athuga við rannsókn lögreglunnar en vildi ekki tjá sig frekar fyrr en og ef ákæra yrði gefin út. Þriggja mánaða rannsókn lögreglunnar á tildrögum sjóslyssins í Viðeyjarsundi 10. september síðast liðinn er lokið og niðurstöður hennar þær að Jónas Garðarson hafi verið einn við stýri skemmtibátsins Hörpu og undir áhrifum áfengis. Jónas er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann segist ekki hafa íhugað að segja af sér formennsku enda sé það mál óskylt sjóslysinu. Hann segist hafa ýmislegt við rannsókn lögreglu að athuga en vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Helgi Kristinsson, varaformaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segist ekki eiga von á að þessi niðurstaða lögreglunnar hafi nokkur áhrif á formennsku Jónasar. Birgir Hólm Björgvinsson, gjaldkeri félagsins, segir Jónas hafa notið fulls trausts og gera það áfram. Skemmtibátnum Hörpu var siglt á Skarfasker á sautján sjómílna hraða tuttugu mínútur í tvö aðfaranótt laugardags. Þar stöðvaðist báturinn og skemmdist mikið. Fimm voru um borð, eigandinn Jónas Garðarson, kona hans og sonur auk vinafólks þeirra. Fólk um borð í bátnum hafði samband við Neyðarlínu og tilkynnti að báturinn hefði steytt á skeri. Tuttugu mínútum síðar var bátnum siglt aftur af skerinu áleiðis austur Viðeyjarsund en eftir nokkur hundruð metra siglingu hvolfdi honum og báturinn sökk. Tvennt lést í slysinu, Matthildur Harðardóttir og Friðrik Ásgeir Hermannsson. Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira
Jónas Garðarson ætlar ekki að segja af sér formennsku í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Lögregla komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið undir áhrifum áfengis við stýri skemmtibátsins Hörpu þegar hann sökk á Viðeyjarsundi og tvennt lést. Jónas segist hafa ýmislegt að athuga við rannsókn lögreglunnar en vildi ekki tjá sig frekar fyrr en og ef ákæra yrði gefin út. Þriggja mánaða rannsókn lögreglunnar á tildrögum sjóslyssins í Viðeyjarsundi 10. september síðast liðinn er lokið og niðurstöður hennar þær að Jónas Garðarson hafi verið einn við stýri skemmtibátsins Hörpu og undir áhrifum áfengis. Jónas er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann segist ekki hafa íhugað að segja af sér formennsku enda sé það mál óskylt sjóslysinu. Hann segist hafa ýmislegt við rannsókn lögreglu að athuga en vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Helgi Kristinsson, varaformaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segist ekki eiga von á að þessi niðurstaða lögreglunnar hafi nokkur áhrif á formennsku Jónasar. Birgir Hólm Björgvinsson, gjaldkeri félagsins, segir Jónas hafa notið fulls trausts og gera það áfram. Skemmtibátnum Hörpu var siglt á Skarfasker á sautján sjómílna hraða tuttugu mínútur í tvö aðfaranótt laugardags. Þar stöðvaðist báturinn og skemmdist mikið. Fimm voru um borð, eigandinn Jónas Garðarson, kona hans og sonur auk vinafólks þeirra. Fólk um borð í bátnum hafði samband við Neyðarlínu og tilkynnti að báturinn hefði steytt á skeri. Tuttugu mínútum síðar var bátnum siglt aftur af skerinu áleiðis austur Viðeyjarsund en eftir nokkur hundruð metra siglingu hvolfdi honum og báturinn sökk. Tvennt lést í slysinu, Matthildur Harðardóttir og Friðrik Ásgeir Hermannsson.
Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Fleiri fréttir Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Sjá meira