Jónas hyggst ekki segja af sér 13. desember 2005 21:27 Komið með skemmtibátinn Hörpu til lands eftir slysið. MYND/GVA Jónas Garðarson ætlar ekki að segja af sér formennsku í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Lögregla komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið undir áhrifum áfengis við stýri skemmtibátsins Hörpu þegar hann sökk á Viðeyjarsundi og tvennt lést. Jónas segist hafa ýmislegt að athuga við rannsókn lögreglunnar en vildi ekki tjá sig frekar fyrr en og ef ákæra yrði gefin út. Þriggja mánaða rannsókn lögreglunnar á tildrögum sjóslyssins í Viðeyjarsundi 10. september síðast liðinn er lokið og niðurstöður hennar þær að Jónas Garðarson hafi verið einn við stýri skemmtibátsins Hörpu og undir áhrifum áfengis. Jónas er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann segist ekki hafa íhugað að segja af sér formennsku enda sé það mál óskylt sjóslysinu. Hann segist hafa ýmislegt við rannsókn lögreglu að athuga en vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Helgi Kristinsson, varaformaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segist ekki eiga von á að þessi niðurstaða lögreglunnar hafi nokkur áhrif á formennsku Jónasar. Birgir Hólm Björgvinsson, gjaldkeri félagsins, segir Jónas hafa notið fulls trausts og gera það áfram. Skemmtibátnum Hörpu var siglt á Skarfasker á sautján sjómílna hraða tuttugu mínútur í tvö aðfaranótt laugardags. Þar stöðvaðist báturinn og skemmdist mikið. Fimm voru um borð, eigandinn Jónas Garðarson, kona hans og sonur auk vinafólks þeirra. Fólk um borð í bátnum hafði samband við Neyðarlínu og tilkynnti að báturinn hefði steytt á skeri. Tuttugu mínútum síðar var bátnum siglt aftur af skerinu áleiðis austur Viðeyjarsund en eftir nokkur hundruð metra siglingu hvolfdi honum og báturinn sökk. Tvennt lést í slysinu, Matthildur Harðardóttir og Friðrik Ásgeir Hermannsson. Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
Jónas Garðarson ætlar ekki að segja af sér formennsku í Sjómannafélagi Reykjavíkur. Lögregla komst að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið undir áhrifum áfengis við stýri skemmtibátsins Hörpu þegar hann sökk á Viðeyjarsundi og tvennt lést. Jónas segist hafa ýmislegt að athuga við rannsókn lögreglunnar en vildi ekki tjá sig frekar fyrr en og ef ákæra yrði gefin út. Þriggja mánaða rannsókn lögreglunnar á tildrögum sjóslyssins í Viðeyjarsundi 10. september síðast liðinn er lokið og niðurstöður hennar þær að Jónas Garðarson hafi verið einn við stýri skemmtibátsins Hörpu og undir áhrifum áfengis. Jónas er formaður Sjómannafélags Reykjavíkur. Hann segist ekki hafa íhugað að segja af sér formennsku enda sé það mál óskylt sjóslysinu. Hann segist hafa ýmislegt við rannsókn lögreglu að athuga en vildi ekki tjá sig frekar um málið að svo stöddu. Helgi Kristinsson, varaformaður Sjómannafélags Reykjavíkur, segist ekki eiga von á að þessi niðurstaða lögreglunnar hafi nokkur áhrif á formennsku Jónasar. Birgir Hólm Björgvinsson, gjaldkeri félagsins, segir Jónas hafa notið fulls trausts og gera það áfram. Skemmtibátnum Hörpu var siglt á Skarfasker á sautján sjómílna hraða tuttugu mínútur í tvö aðfaranótt laugardags. Þar stöðvaðist báturinn og skemmdist mikið. Fimm voru um borð, eigandinn Jónas Garðarson, kona hans og sonur auk vinafólks þeirra. Fólk um borð í bátnum hafði samband við Neyðarlínu og tilkynnti að báturinn hefði steytt á skeri. Tuttugu mínútum síðar var bátnum siglt aftur af skerinu áleiðis austur Viðeyjarsund en eftir nokkur hundruð metra siglingu hvolfdi honum og báturinn sökk. Tvennt lést í slysinu, Matthildur Harðardóttir og Friðrik Ásgeir Hermannsson.
Fréttir Innlent Lög og regla Sjóslys á Skarfaskeri Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Allkröpp lægð á leiðinni til landsins Veður Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira