Innlent

Sterkur ríkissjóður eða lök hagstjórn

Gert er ráð fyrir nítján milljarða króna afgangi á ríkissjóði í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem verður að lögum í dag. Stjórnarliða og stjórnarandstæðinga greinir þó á um hvort þau séu til marks um sterka stöðu ríkissjóðs eða að ekki sé tekið á óróa í efnahagslífinu.

Þingmenn tókust á um fjárlög næsta árs á þingfundi sem stóð fram yfir miðnætti síðustu nótt en frumvarpið var þá til þriðju og síðustu umræðu. Stjórnarliðar gerðu litlar sem engar tillögur um breytingar á frumvarpinu frá 2. umferð umræðna um það en stjórnarandstæðingar lögðu til aukin útgjöld, einkum til heilbrigðis- og öldrunarmála en einnig til Ríkisútvarpsins auk fleiri þátta.

Magnús Stefánsson, formaður fjárlaganefndar, segir fjárlögin til marks um sterka stöðu ríkissjóðs enda sé gert ráð fyrir ríflegum afgangi.

Jón Bjarnason, fulltrúi Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs í fjárlaganefnd er annar skoðunar. Hann segir fjárlagafrumvarpið fyrst og fremst bera með sé að efnahagsstjórnin sé ekki tekin nógu sterkum tökum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×