Innlent

Tilkynnt um tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna

Árni Þórarinsson, höfundur Tíma nornarinnar.
Árni Þórarinsson, höfundur Tíma nornarinnar.

Í kvöld var tilkynnt hvaða bækur eru tilnefndar til Íslensku bókmenntaverðlaunna í ár. Annað árið í röð er glæpasaga tilnefnd í flokki fagurbókmennta, en það er bókin Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson.

Auk Tíma nornarinnar voru það Hrafninn eftir Vilborgu Davíðsdóttur, Rokland eftir Hallgrím Helgason, Sólskinshestur eftir Steinunni Sigurðardóttur og Sumarljós, og svo kemur nóttin eftir Jón Kalman Stefánsson sem hlutu tilnefningu í flokki fagurbókmennta.

Í flokki fræðirita og bóka almenns eðlis voru tilnefndar Ég elska þig stormur, eftir Guðjón Friðriksson, Fuglar í náttúru Íslands eftir Guðmund P. Ólafsson, Íslensk tunga I-III eftir Guðrúnu Kvaran, Höskuld Þráinsson og Kristján Árnason, Jarðhitabók eftir Guðmund Pálmason og Jóhannes S. Kjarval eftir Kristínu G. Guðnadóttur, Gylfa Gíslason, Arthur C. Danto, Matthías Johannessen, Silju Aðalsteinsdóttir og Eirík Þorláksson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×