Innlent

Drengur hætt kominn í sundlaug Bolungarvíkur

Frá Bolungarvík.
Frá Bolungarvík. MYND/Vilmundur

Ellefu ára drengur var hætt kominn í sundkennslu í sundlauginni í Bolungarvík í morgun þegar hann var að leik. Drengurinn lét sig fljóta með andlitið í kafi en þegar hann hafði verið þannig nokkuð lengi fór félaga hans að gruna að ekki væri allt með felldu. Hann reyndist meðvitundarlaus og þurfti sundkennarinn að beita blástursaðferðinni til koma honum til meðvitundar og tókst það vel. Drengurinn var engu að síður fluttur á Fjórðungssjúkrahúsið á Ísafirði til rannsóknar. Hann mun ná sér að fullu og reiknað er með að hann fái að fara heim í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×