Innlent

A Little Trip to Heaven valin til sýninga á Sundance kvikmyndahátíðinni

Mynd/Hari

Kvikmynd Baltasars Kormáks, A Little Trip to Heaven, hefur verið valin til sýninga á bandarísku Sundance kvikmyndahátíðin sem haldin verður dagana 19.-29. janúar næstkomandi. Kvikmyndahátíðin er stærsta og virtasta kvikmyndahátíð í Bandaríkjunum. Baltasar er fyrsti íslenski leikstjórinn sem boðið er að sýna mynd sína í "Premiers" flokknum en í þeim flokki eru sýndar myndir eftir þekkta leikstjóra og myndir sem miklar vonir eru bundnar við. Á síðustu árum hafa kvikmyndir eins og American Psycho, Sexy beast, In America, The Dreamers og The Motorcycle Diaries verið valdar til sýninga í "Premiers" flokknum. Valið er því mikil viðurkenning fyrir bæði Baltasar og myndina. Alls eru 17 myndir sem sýndar verða í þeim flokki.

A Little Trip to Heaven verður frumsýnd á Íslandi 26. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×