Innlent

Freista þess að ná samkomulagi

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, hefur sagt forsendur kjarasamninga brostna og að þeim verði sagt upp að óbreyttu.
Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, hefur sagt forsendur kjarasamninga brostna og að þeim verði sagt upp að óbreyttu. MYND/Valli

Fulltrúar í forsendunefnd Samtaka atvinnulífsins og Alþýðusambands Íslands komu saman til fundar klukkan tvo í dag til að fara yfir stöðuna í kjaramálum.

Enn er leitað grundvallar fyrir samkomulag launþega og atvinnurekenda sem komið getur í veg fyrir að kjarasamningum verði sagt upp vegna hárrar verðbólgu. Fundir hafa verið haldnir daglega í forsendunefnd að undanförnu og freista menn þess að ná samkomulagi. Hafi það ekki náðst á miðnætti á þriðjudag er allt útlit fyrir að samtök launþega segi kjarasamningunum upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×