Innlent

Reyna að koma í veg fyrir uppsögn kjarasamninga

Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands.
Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands.

Forsendunefnd samtaka launþega og vinnuveitenda kemur saman til fundar klukkan eitt í dag til að kanna hvort komast megi hjá uppsögn samninga.

Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segist sæmilega bjartsýnn á gang viðræðna en forystumenn ASÍ hafa sagt að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að samningum verði sagt upp að óbreyttu. Nefndin hefur aðeins þrjá daga til að komast að niðurstöðu en Grétar býst við að menn muni nýta sér allan tímann til að komast að niðurstöðu.

Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir menn vinna út frá því sjónarmiði að samkomulag náist svo samningum verði ekki sagt upp. Hann á þó ekki von á að til tíðinda dragi í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×