Innlent

Aðilar vinnumarkaðarins funda

MYND/e.ól

Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins ætlar að hittast um eitt leytið í dag. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segist sæmilega bjartsýnn á gang viðræðna.

Forsendunefnd Alþýðusamband Íslands og Samtaka atvinnulífsins fundaði í gær vegna kjarasamninganna. Forystumenn ASÍ hafa sagt að forsendur kjarasamninga séu brostnar og að samningum verði sagt upp að óbreyttu. Nefndin hefur aðeins þrjá daga til að komast að niðurstöðu en Grétar býst við að menn muni nýta sér allan þann tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×