Innlent

Vill ekki nefna leiðir

MYND/Stöð 2

Ingimundur Sigurpálsson, formaður Samtaka atvinnulífsins, getur ekki tilgreint með hvaða hætti hann vill jafna kjör opinberra starfsmanna og fólks á almennum vinnumarkaði.

Ingimundur Sigurpálsson sagði á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna í gær að sveitarfélögin hefðu ekki axlað hagstjórnarlega ábyrgð á verkum sínum. Opinberir starfsmenn hafi ýmis réttindin umfram fólk á almennum vinnumarkaði. Sérréttindi opinberra starfsmanna yrðu ekki lengur skýrð með hærri launum á almennum vinnumarkaði. Ingimundur vill sjá einsleitari vinnumarkað.

Ögmundur Jónasson, formaður Bandalags starfsmanna ríkis og bæja, segir að orð Ingimundar verði ekki skilin öðruvísi en svo að hann vilji skerða kjör opinberra starfsmanna. Þegar leitað var viðbragða Ingimundar á leiðum sem hægt væri að nota til að gera vinnumarkaðinn einsleitari sagði hann þær ýmsar en var þó ekki tilbúin til að útlista þær nánar. Þær leiðir sem hægt sé að fara feli ekki allar í sér kjaraskerðingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×