Lækkun neysluverðsvísitölu valdi ekki straumhvörfum 11. nóvember 2005 12:30 MYND/Vilhelm Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar segja að fréttir um lækkun neysluvísitölu og hjöðnun verðbólgu hafi ekki komið þeim í opna skjöldu og valdi engum straumhvörfum í viðræðum við atvinnurekendur, sem aftur á móti hafa hampað þessum tíðindum sem nýjum og óvæntum. Það er þó enginn afturkippur í viðræðunum og svonefnd forsendunefnd Samtaka atvinnulífsisins og ASÍ kemur saman til fundar eftir hádegi og er búist við fundahölfum alla helgina og reyndar fram á þriðjudag, en þá er frestur nefndarinnar til að ná lendingu runninn út. Eftir því sem næst verður komist er ekkert farið að ræða um krónur og aura, enn sem komið er. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar um jafn trygga lífeyrissjóði og opinberir starfsmenn hafa snúa að stjórnvöldum en annað stórt mál, sem er launatengdar atvinnuleysisbætur, snúa að vinnuveitendum. Hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar eru þær að fyrsta hálfa mánuðinn sem einhver verður atvinnulaus þiggi hann grundvallarbætur, sem eru 91 þúsund á mánuði, enda fá flestir nýja vinnu innan hálfs mánaðar. Reyndar er krafa um að hækka upphæðina strax í hundrað þúsund. Ef það dregst hinsvegar á langinn að maður fái nýja vinnu vill verkalýsðhreyfingin að hann fái 80 prósent af þeim launum, sem hann var á, í þrjá og hálfan mánuð, en falli að því búnu aftur niður í grundvallarbæturnar. Þó verði sett 250 þúsund króna þak á viðmiðunartöluna. Ef þetta gengi eftir þýddi það að maður, sem hafði 250 þúsund í laun, fengi 200 þúsund krónur í atvinnuleysisbætur í þrjá og hálfan mánuð í stað 91 þúsund króna á mánuði. Að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, er þetta afar mikilvægt því reynslan sýni að menn þoli í afar stuttan tíma að búa við stórskert laun. Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira
Talsmenn verkalýðshreyfingarinnar segja að fréttir um lækkun neysluvísitölu og hjöðnun verðbólgu hafi ekki komið þeim í opna skjöldu og valdi engum straumhvörfum í viðræðum við atvinnurekendur, sem aftur á móti hafa hampað þessum tíðindum sem nýjum og óvæntum. Það er þó enginn afturkippur í viðræðunum og svonefnd forsendunefnd Samtaka atvinnulífsisins og ASÍ kemur saman til fundar eftir hádegi og er búist við fundahölfum alla helgina og reyndar fram á þriðjudag, en þá er frestur nefndarinnar til að ná lendingu runninn út. Eftir því sem næst verður komist er ekkert farið að ræða um krónur og aura, enn sem komið er. Kröfur verkalýðshreyfingarinnar um jafn trygga lífeyrissjóði og opinberir starfsmenn hafa snúa að stjórnvöldum en annað stórt mál, sem er launatengdar atvinnuleysisbætur, snúa að vinnuveitendum. Hugmyndir verkalýðshreyfingarinnar eru þær að fyrsta hálfa mánuðinn sem einhver verður atvinnulaus þiggi hann grundvallarbætur, sem eru 91 þúsund á mánuði, enda fá flestir nýja vinnu innan hálfs mánaðar. Reyndar er krafa um að hækka upphæðina strax í hundrað þúsund. Ef það dregst hinsvegar á langinn að maður fái nýja vinnu vill verkalýsðhreyfingin að hann fái 80 prósent af þeim launum, sem hann var á, í þrjá og hálfan mánuð, en falli að því búnu aftur niður í grundvallarbæturnar. Þó verði sett 250 þúsund króna þak á viðmiðunartöluna. Ef þetta gengi eftir þýddi það að maður, sem hafði 250 þúsund í laun, fengi 200 þúsund krónur í atvinnuleysisbætur í þrjá og hálfan mánuð í stað 91 þúsund króna á mánuði. Að sögn Halldórs Grönvold, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ, er þetta afar mikilvægt því reynslan sýni að menn þoli í afar stuttan tíma að búa við stórskert laun.
Fréttir Innlent Kjaramál Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Sjá meira