Sport

Juventus heldur toppsætinu

Alessandro Del Piero
Alessandro Del Piero NordicPhotos/GettyImages

Efstu liðin á Ítalíu unnu auðvelda sigra í gær og því er staðan á toppnum í A-deildinni óbreytt eftir leiki helgarinnar. Juventus vann Livorno 3-0 og AC Milan tók Udinese í kennslustund 5-1.

Framherjar Juventus, Alessandro Del Piero, Zlatan Ibrahimovic og David Trezeguet skoruðu sitt markið hver fyrir Juventus og einum leikmanna Livorno var vikið af leikvelli fyrir að sparka í Adrian Mutu.

AC Milan sýndi allar sínar bestu hliðar gegn Udinese. Alberto Gilardino skoraði tvö mörk í leiknum og þeir Kaka, Clarence Seedorf og Andrea Pirlo skoruðu eitt hver. Filippo Inzaghi lagði upp tvö marka Milan í leiknum.

Juventus er áfram í efsta sæti deildarinnar með 30 stig eftir ellefu leiki, en Milan er í öðru sætinu með 28 stig og Fiorentina er í þriðja með 25.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×