Sport

Berger verður frá í þrjár vikur

Patrik Berger verður frá í þrjár vikur
Patrik Berger verður frá í þrjár vikur NordicPhotos/GettyImages

Meiðslavandræði leikmanna Aston Villa halda áfram og nú er ljóst að miðjumaðurinn Patrik Berger getur ekki leikið með liðinu gegn Liverpool á morgun. Hann fór í aðgerð á hné í gær og verður frá í að minnsta kosti þrjár vikur.

Ekki eru þó eintóm slæm tíðindi úr herbúðum liðsins, því búist er við að Milan Baros verði klár í slaginn gegn sínum gömlu félögum, en hann hefur misst úr fimm leiki í röð vegna meiðsla á hásin. Lee Hendry verður líka í hópnum eftir að hafa verið meiddur á hné.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×