Sport

Souness bjartsýnn

Graeme Souness hefur fulla trú á sínum mönnum
Graeme Souness hefur fulla trú á sínum mönnum NordicPhotos/GettyImages

Graeme Souness, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að liðið sé að komast á beinu brautina eftir sigurinn á WBA í gær og setur stefnuna á eitt af efstu sætunum í úrvalsdeildinni í vetur.

Souness hrósaði framherjum sínum í hástert eftir sigurinn á West Brom í gær, en sagðist fyrst og fremst ánægður með að sjá fleiri menn snúa aftur úr meiðslum.

"Shearer og Owen voru frábærir í leiknum í dag og sýndu í raun það sem búast má við af mönnum af þeirra styrkleika. Þeir eru báðir leikmenn sem geta skorað mörk upp úr engu og ég get ekki hrósað þeim nóg. Ég hef fram að þessu ekki haft úr miklu að moða þegar kemur að því að velja í liðið hjá mér, en nú eru menn óðar að ná sér og því hef ég sett stefnuna á að enda ofarlega í deildinni," sagði Souness.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×