Sport

Bruce ætlar að versla í janúar

NordicPhotos/GettyImages

Steve Bruce hefur sagt að hann muni fara fram á fé til leikmannakaupa til að styrkja lið Birmingham í janúar vegna mikilla meiðsla í herbúðum liðsins. Birmingham er í fallbaráttu sem stendur og það skrifa þeir fyrst og fremst á meiðsli lykilmanna.

"Ég verð að viðurkenna að ég hef áhyggjur af þeim David Dunn, Muzzy Izzet, Stan Lazaridis og Mikael Forssell. Þeir verða lengi frá og ég veit ekki hversu lengi maður getur beðið án þess að bregðast við vandanum," sagði Bruce. Næsti leikur Birmingham verður á móti Everton, svo ljóst er að þar verður hart barist, enda bæði lið í óásættanlegri stöðu í deildinni það sem af er.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×