Sport

Við getum keppt við Chelsea

NordicPhotos/GettyImages

Arsene Wenger hefur gefið það út að Arsenal-liðið geti veitt Chelsea harða keppni í vetur, en bendir á að meiðsli hafi sett strik í reikninginn í byrjun tímabils.

Arsenal mætir erkifjendum sínum í Tottenham á White Hart Lane á laugardaginn og liðið er hægt og bítandi að fá lykilmenn sína til baka úr meiðslum.

"Ég tel að við séum með mjög sterkt lið sem getur keppt við Chelsea. Við höfum orðið fyrir mikilli blóðtöku varðandi meiðsli allt frá byrjun leiktíðar, því liðið er ungt og skortir reynslu. Maður verður að hafa einhverja reynslu í liðinu til að berjast á toppnum og ég er þess fullviss að við komumst fljótlega á toppinn aftur þegar reyndari leikmenn okkar verða komnir til baka," sagði Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×