Sport

Sigur Charlton var heppni og ekkert annað

NordicPhotos/GettyImages

Jose Mourinho sagðist ekki geta kvartað yfir frammistöðu sinna manna í tapinu fyrir Charlton í gærkvöldi og sagði að heppnin hefði einfaldlega verið á bandi mótherjanna í það skiptið.

"Við lékum ágætlega, en Charlton hafði heppnina með sér, mér fannst við eiga skilið að vinna þennan leik," sagði Mourinho, sem sagðist hissa á því að Robert Huth hefði klúðrað vítaspyrnunni.

"Ég sagði honum að á morgun kæmi nýr dagur og að um helgina kæmi annar leikur, en ég verð að segja að ég er hissa á að hann hafi misnotað vítið, því hann var búinn að vera besti maður okkar á æfingunum síðustu tvo daga," sagði Mourinho um hinn seinheppna varnarmann sinn, sem gaf Charlton mark og klúðraði svo spyrnu sinni í vítaspyrnukeppninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×