Sport

Charlton lagði Chelsea í vítakeppni

Hermann Hreiðarsson var mjög áberandi í leiknum í kvöld og lét leikmenn Chelsea heyra það
Hermann Hreiðarsson var mjög áberandi í leiknum í kvöld og lét leikmenn Chelsea heyra það NordicPhotos/GettyImages

Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton gerðu sér lítið fyrir og slógu handhafa enska deildarbikarsins úr keppni í kvöld, þegar þeir lögðu Eið Smára og félaga í Chelsea í vítaspyrnukeppni á Stamford Bridge. Eiður og Hermann léku allan leikinn og skoruðu báðir af fádæma öryggi úr spyrnum sínum í vítakeppninni.

Það var þó varnarmaðurinn Robert Huth sem var skúrkurinn í kvöld, því auk þess að gefa Darren Bent jöfnunarmark Charllton í leiknum, lét hann verja frá sér vítaspyrnu í vítakeppninni og það nægði Charlton til sigurs.

Önnur úrslit kvöldsins:

Manchester United vann auðveldan sigur á Barnet 4-1, Bolton lagði West Ham 1-0, Leicester vann Cardiff 1-0, Birmingham lagði Norwich 2-1, Middlesbrough vann Everton 1-0 á útivelli og Newcastle marði sigur á spútnikliði Grimsby 1-0, þar sem Alan Shearer skoraði sigurmark Newcastle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×