Sport

Getum ekki keppt við Chelsea

Sir Alex Ferguson
Sir Alex Ferguson NordicPhotos/GettyImages

Alex Ferguson segir að Manchester United eigi ekki möguleika á að keppa við Chelsea á leikmannamarkaðnum, því liðið hafi ótakmarkað fé og geti því fengið til sín hvaða leikmenn sem er, en Ferguson er þó með ákveðnar hugmyndir um hvernig á að byggja upp gott knattspyrnulið.

"Ef Chelsea ætlar að ná í leikmann sem við höfum áhuga á, getum við gleymt því reyna að fá hann," sagði Ferguson og bætti við að það væru aðeins leikmenn eins og Kóreumaðurinn Park sem væru undantekningin á því.

"Park vildi sérstaklega koma til Manchester United og við þurfum fleiri stráka eins og hann. Ungir leikmenn fá að spreyta sig í hverjum einasta leik hjá okkur, því við erum að leggja grunninn að framtíðinni og því held ég að Manchester United sé mjög ákjósanlegt lið fyrir ungar stjörnur," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×