Sport

Ánægður þrátt fyrir tapið

Rafa Benitez er þolinmóður við leikmenn sína
Rafa Benitez er þolinmóður við leikmenn sína NordicPhotos/GettyImages

Rafa Benitez var ánægður með leik sinna manna í Liverpool í gærkvöldi, þrátt fyrir að þeir létu 1. deildarlið Crystal Palace slá sig út úr deildarbikarnum.

"Ég veit að við töpuðum leiknum, en ég er engu að síður ánægður með hversu vel menn lögðu sig fram. Ég get ekki skammast í leikmönnum mínum ef þeir leggja sig fram, en það sem varð okkur að falli var að við náðum ekki að nýta færin sem við sköpuðum okkur og gerðum svo mistök í vörninni," sagði Benitez, sem tapaði öðrum leik sínum í röð á nokkrum dögum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×